Hafðu allt sem þú þarft til að koma þér í fötin á sama stað. Raðaðu saman skápum, eins og þessum PAX fataskápum, svo þeir passi í rýmið sem þú hefur. Þeir auðvelda þér að halda utan um uppáhaldsflíkurnar og hafa umhverfið í kringum rúmið snyrtilegt og þægilegt – og þá er engin óreiða til að hafa áhyggjur af þegar þú ferð í háttinn.
Gerðu daglegum nauðsynjum eins og förðunarvörum, hársnyrtivörum og aukahlutum hátt undir höfði með því að raða þeim upp á snyrtilegan hátt í litlum kössum og opnum hillum. Það er ekki bara upp á útlitið – opnar hirslur veita þér gott aðgengi að því sem þú notar oft – og auðvelda þér að ganga frá því eftir notkun.
Ef þú þarft þægilegan stað til að skrifa bréf, rita í dagbók eða jafnvel að setja upp saumavélina til að sauma nýjan sparikjól, þá er þetta skrifborð tilbúið til starfa.Færðu hvítu borðinu mýkt með stól með ljósu áklæði og stílhreinum aukahlutum til að viðhalda afslöppuðum Japandi-stílnum í öllu svefnherberginu.
Það er alltaf hægt að sjá eitthvað í þessum glugga, hvort sem gardínurnar er dregnar frá eða fyrir. Þegar þú færð stund fyrir þig getur þú sest niður í þægilegan stól með góðan bolla, slakað á og notið útsýnisins. Dragðu myrkvunargardínuna niður til að gera svefnherbergið tilbúið fyrir svefn – sama á hvaða tíma dagsins það er. Hangandi gardínur ramma gluggann inn og færa rýminu mýkt.
Þegar snyrtiaðstaðan og fatahirslan eru orðnar snyrtilegar verður andrúmsloftið notalegra. Miðpunktur svefnherbergisins er uppábúið rúmið – kærkomið athvarf í lok dags. Rúmföt í ljósum lit, ásamt smá skvettu af fallegum hlýlegum litum, falla vel að stílnum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn