Taktu þér tíma og leyfðu þér að dreyma. Hvernig lítur draumaeldhúsið út og hvað þarf að vera í því? Við getum leiðbeint þér og veitt innblástur.
Það er ekki erfitt að mæla eldhúsið þitt en það er mikilvægt að það sé gert rétt því málin eru grunnurinn að skipulagningunni. Gefðu þér nægan tíma til að mæla af nákvæmni. Skráðu mælingarnar í millimetrum til að tryggja að nýja eldhúsið passi í rýmið.
Nú er tími til að gera drauminn að veruleika. Þú getur hannað eldhúsið með teikniforritunum eða nýtt þér sérfræðikunnáttu starfsfólks teikniþjónustunnar sem aðstoðar þig við að hanna draumaeldhúsið.
Þú getur hannað draumaeldhúsið þitt með því að nota teikniforritin okkar. Að mörgu er að huga. Taktu þér tíma og vertu viss um að þú fáir draumaeldhúsið þitt.
Skoða nánarOkkur finnst að allir eigi að geta átt fallegt eldhús. Hjá okkur færð þú þvi ekki einungis breitt úrval af eldhúsum heldur einnig fjölbreytta þjónustu. Hvort sem þú vilt aðeins örlitla aðstoð eða mikla þá getur þú valið úr ýmsum þjónustuleiðum.
Kynntu þér eldhúsþjónustunaÞegar hönnunin á eldhúsinu er eins og þú vilt hafa hana þá er komið að því að pöntunum. Við mælum með að þú komir í verslunina og talir við eldhúsráðgjafa áður en þú pantar. Ráðgjafar fara yfir hönnunina með þér og veita þér aðstoð. Þegar allt er tilbúið getur þú lagt inn pöntun.
IKEA býður upp á fjölbreytta sendingarþjónustu til að tryggja að eldhúsverkefnið þitt gangi vel fyrir sig. Hér getur þú kynnt þér sendingarþjónustu IKEA
IKEA eldhús eru hönnuð þannig að einfalt er að setja þau upp. Lærðu að setja upp eldhúsið og kynntu þér hvernig við getum veitt þér aðstoð.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn