Þó einn lítill einstaklingur bætist við fjölskylduna þarf ekki að umbreyta heimilinu. Á þessu heimili þurfti aðeins að endurskoða staðsetningu og hlutverk hirslnanna til að gera heimilið öruggara, skipulagðara og aðgengilegra fyrir stóra sem smáa.
 

Fullnýtt forstofa

Forstofan er rými sem yfirleitt er hægt að nýta betur – það á þó ekki við um þessa forstofu! Í löngu en þröngu rými hafa þau komið fyrir nettri veggfastri skóhirslu, snögum og slám. Hærri slár eru notaðar fyrir yfirhafnir, trefla og töskur fullorðinna en lægri sláin er tileinkuð barninu svo það geti sótt fötin sín sjálft þegar það hefur þroska til.

Skoðaðu skóhirslur

Forstofuformúla

Það getur reynst þrautinni þyngri að koma sér út úr húsi með barn í eftirdragi. Þó þú hafir ekki alltaf fulla stjórn á duttlungum barnsins þá getur þú stýrt því hvar þú geymir og finnur hlutina. Hér er forstofuskúffa fyrir lykla, sólgleraugu og hanska og upplýstur spegill í fullri lengd. Þetta skipulag getur sparað þér nokkrar dýrmætar mínútur á hverjum morgni.

 

Skoðaðu EKET línuna

Fatahirslur fyrir unga sem aldna

Barnafötin eru flokkuð og fallega samanbrotin í kommóðu sem auðveldar morgun- og kvöldrútínuna svo um munar. Fullorðna fólkið er með nettan skáp með fellihurðum, hillum og slám og minni veggfastur skápur geymir skjöl og persónulega muni utan seilingar og í röð og reglu.

Skoðaðu IDANÄS línuna

Ílát sem gera matnum hátt undir höfði

Þar sem eldhúsið er lítið nýta þau öll möguleg geymslusvæði fyrir ofan og neðan eldhúsbekkinn og á borðplötunni. Hár stóll við borðið býður upp á tilvalið sæti fyrir fljótlega morgunverði og kaffibolla eða stað til að fletta í gegnum uppskriftabækur í leit að hugmyndum fyrir næstu máltíð.

Skoðaðu krukkur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X