Þó íbúðin sé lítil þá færir hún íbúanum þægindi, skipulag og gleði. Matarboð? Ekkert mál. Síðdegi tileinkað listsköpun? Sjálfsagt. Hvernig? Með smá hjálp frá sniðugm hirslum sem nýta hvern krók og kima.  
 

Lokuð hirsla til að opna rýmið

Forstofan sinnir hirsluþörfum alls heimilisins. Lokaður skápur í svipuðum litatón og veggirnir skapar gott hirslupláss án þess að taka yfir rýmið.

Fullkomin blanda af hirslum

Í stúdíóíbúð bráðna ólík rými saman og því er aðeins rökrétt að hirslurnar fylgi því fordæmi. Langar hillur skarta nokkrum hlutum en fela aðra í kössum. Svefnrýmið er við hlið vinnuaðstöðunnar og því er hirslueining innan handar með opnum og lokuðum hirslum fyrir bæði föt og bækur.

Skoðaðu hillueiningar

Lóðréttur sparnaður

Hér er lítið gólfpláss en um leið og þú lítur upp en ekki til hliðar þá sérðu mun fleiri möguleika! Lóðréttar hirslur eins og vegghillur þurfa lítið pláss en opna svæðið á stórtækan hátt og láta lítil svæði eins og eldhúsið virðast mun stærri.

Skoðaðu ENHET eldhús

Fleiri möguleikar með opnum hirslum

Hvert heimili hefur sín forgangsatriði og fyrir einstaklinginn sem býr hér er það skipulag og fegurð. Opnar hirslur voru því fyrir valinu; hillur og slár geyma hluti og skreyta rýmið um leið.

Skoðaðu hirslur og skipulag

Leynilegar skipulagshirslur

Ef þú átt mikið af hlutum en býrð í litlu rými geta skipulagshirslur breytt öllu. Í þessari stúdíóíbúð eiga jafnvel minnstu hlutirnir sinn samastað og því er auðveldara að finna allt.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X