Nótt verður að degi, vinna að leik og fólk kemur og fer. Lífið er alltaf að breytast, af hverju ætti stofan ekki að gera það líka? Notaleg stofa stóru fjölskyldunnar er dæmi um eina slíka, með sveigjanlegum húsgögnum er hæglega hægt að fara frá einni athöfn til annarar. Plöntur og persónulegir munir veita rýminu hlýleika og það er erfitt að trúa því að þessi skapandi stofa hafi verið útbúin á hagkvæman hátt!

Vinna eða tómstundir?

Fjölskyldan býr ekki við þann munað að hafa skrifstofuherbergi og þau voru ekki hrifin af því að fartölvan tæki yfir borðstofuborðið. Þannig að með snjöllum breytingum bjuggu þau til pláss til að vinna hér. Með því að færa sófann frá veggnum skapast pláss til að koma fyrir skrifborði fyrir tvo og að auki er pláss á veggnum fyrir hirslur undir vinnutengda hluti. Hægt er að draga fram skúffueiningarnar þrjár þegar þörf er á.
 

Skoða skrifborðsstóla

Stimplaðu þig út!

Útbúðu vegg til að koma pappírum úr augsýn á aðveldan hátt, það þarf ekki að vera kostnaðarsamt: Þrjár HELMER skúffeiningar, þrjár LACK hillur og NÄVLINGE vinnulampi.

Sælar minningar

Þetta erilsama rými á einnig sína mjúku hlið. Stofan er skreytt plöntum, listaverkum, minjagripum og hlutum frá nytjamörkuðum; það veitir svo sannarlega gleði og vellíðan að vera innan um hluti sem draga fram hamingjusamar minningar.

Andstæður gera hlutina áhugaverða

Svartur og hvítur litur herbergisins eru ekki aðeins eftirtektarverður, það er einnig auðvelt að samræma og bæta fleiri litum við þá. Hér er gylltum og mynstruðum púðum og vefnaðarvörum bætt við sem kemur skemmtilega á.

Sveigjanleiki hvenær og hvar sem er

Lítil hliðarborð bíða þolinmóð, tilbúin til að aðstoða þegar þú þarft að leggja frá þér bók eða kaffibolla. Og hvað varðar þennan afslappaða stól. Hann stendur undir nafni, léttur og því auðvelt að færa hann um herbergið.

Taktu skref inn á annað heimili

Hliðstæðir heimar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X