Systurnar sem deila þessu herbergi eru til allrar hamingju bestu mátar. Þær eru þó enn að móta sinn stíl og finna sitt áhugamál og því mikilvægt að gera pláss fyrir ólíka persónuleika í svefnherberginu. Ein einfaldasta lausnin er að setja upp skilrúm með gardínum til að skapa tvö ólík rými. Svo er hægt að draga þær frá þegar þær vilja spjalla!
Fyrsta skref er að skipta niður herberginu og annað skref er að koma fyrir fataslám, vegghillum og hirslum sem passa undir rúm til að halda öllu snyrtilegu og fínu. Lokaskrefið er að bæta við fallegum rúmfötum, púðum og að sjálfsögðu spegli!
Þegar allt annað bregst geta svefnherbergissvalirnar boðið upp á nokkur augnablik í friði frá ys og þys heimilisins. Lítið borð og stóll, nokkrar pottaplöntur og svalandi drykkur er það eina sem þarf.
Það getur verið vandasamt að deila baðherbergi en það er auðveldara með góðum hirslum. Vaskaskápur með tveimur skúffum, handklæðasnagar hlið við hlið og bambusstóll sem geymir handklæði og snyrtivörur leysa vandann.
Stundarfriður á stóru heimili þarf ekki að vera flóknari en að sitja í einrúmi við glugga. Gættu þess að KYRRE kollur sé skammt undan og njóttu kyrrðarinnar á þínum uppáhaldsstað í stundarkorn eftir að allir er komnir út úr húsi á morgnana.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn