Kæri notandi, 

Það gleður okkur (Fyrirtækið IKEA) að þú ætlir þér að nota forritið. Til að fá aðgang að og nota forritið, þarft þú að hlaða niður forriti („3D forritið“) sem gerir þér kleift að nota forritið í tölvunni þinni. Þar sem forritið samanstendur af ýmsum hugbúnaði sem er í eigu fyrirtækja innan IKEA Group eða utanaðkomandi þriðja aðila, sem hafa gefið IKEA leyfi fyrir tiltekinni notkun á slíkum hugbúnaði og efni, þarf að staðfesta ýmsa skilmála fyrir niðurhali og notkun þinni á forritinu. Ef þú vilt halda áfram að setja upp 3D forritið, þarftu að haka við „Ég hef lesið og samþykkt notkunarskilmálana“, til að staðfesta skilning og samþykki á skilmálunum. Ef ekki er hakað við í kassann, stöðvast uppsetningarferli 3D forritsins og þú færð ekki leyfi til að setja forritið upp og nota það.

Skilmálar fyrir uppsetningu og notkun. Þú færð leyfi til að:

- Setja upp eitt eintak af 3D forritinu í tölvu í einkaeigu; og - Nota forritið til eigin persónulegu nota til upplýsingaöflunar og í skilgreindum tilgangi forritsins, sem verkfæri til innanhússhönnunar og til að prenta út teikningar af slíkri hönnun.

Ekki er leyfilegt að:

- Setja upp, fjölfalda eða nota forritið - eða nokkurt efni í því - í öðrum tilgangi en tiltekinn er hér að ofan;

- Framleigja, selja, leigja, dreifa eða koma forritinu á annan hátt á framfæri til þriðja aðila, eða færa forritið á annan hátt á milli tölva, eða í gegnum netkerfi - allt framagreint á einnig við um allt efni sem finna má í forritinu;

- Vendismíða, bakþýða, baksmala, bæta við, breyta, þróa, þýða, reyna að komast inn í grunnkóða hugbúnaðarins eða skapa hvers kyns afleidd verk (nema þau sem gefið er leyfi fyrir hér að ofan) úr forritinu - eða nokkru efni sem því tilheyrir;

- Nota nokkurn hluta forritsins, eða öðru efni sem því tilheyrir, hvort sem er eitt og sér eða í tengslum við annan hugbúnað eða gögn sem ekki eru hluti forritsins;

- Nota forritið til að þróa hugbúnað eða aðra tækni með sama höfuðtilgang og forritið, þar með talið, en ekki takmarkað við, notkun á forritinu við þróun eða prófun á hugbúnaði eða tækni sem hefur líkan tilgang, eða til að kanna hvort slíkur hugbúnaður eða tækni virki á svipaðan hátt og forritið;

- Nota forritið - eða nokkurt efni sem því tilheyrir - í nokkrum auglýsingalegum tilgangi; eða

- Leyfa þriðja aðila að gera nokkuð af því sem nefnt er hér að ofan.

Þér er líka tilkynnt, og þú samþykkir að:

forritið, að innihaldi og notkunarmöguleikum meðtöldum, er útvegað á "as is" grunni og við afsölum okkur - fyrir okkar hönd og annarra sem veita réttindi tengd hvers kyns inniföldum hugbúnaði og efni, auk hvaða einingar eða heildar sem er, sem sér um dreifingu forritsins til þín - hvers kyns fyrirsvari, ábyrgð, skyldum og skaðabótum í tengslum við forritið og efni sem það inniheldur, auk afraksturs notkunnar þinnar á því, þ.m.t. teikningar sem gerðar eru í forritinu og öll gögn sem sett eru inn í forritið hvort sem er af þér eða IKEA fyrirtæki, þ.m.t., en þó ekki eingöngu, afkastageta, réttleiki, virkni í sérstökum tilgangi eða brot á einkeleyfisrétti þriðja aðila; og - Við - fyrir hönd okkar og veitanda réttinda í tengslum við hugbúnað  og efni, auk hvaða einingar sem er, sem sér um dreifingu forritsins til þín - afsölum okkur allri ábyrgð gagnvart þér samkvæmt hvaða gildandi lögum sem er vegna skemmda, kostnaðar, greiðslna o.s.frv. af hvaða tagi sem er, sem er afleiðing af notkun þinni á forritinu, þ.m.t., en þó ekki takmarkað við, skemmdir á tölvubúnaði, gagnatap, hindranir við notkun á forritinu auk hvers kyns óbeinna, tilfallandi, afleiddra eða svipaðra skemmda.

Aðrar upplýsingar

Hafðu vinsamlega samband við IKEA verslunina eða þjónustuver IKEA ef spurningar vakna um forritið eða þessa skilmála. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.IKEA.is.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X