Diskur með grænkeramat
Grænmetisbollur

Grænkerabollur

Grænkerabollan okkar, HUVUDROLL, kom á markað í ágúst 2020, og hún er kjötlaus valkostur fyrir þá sem elska IKEA kjötbollur en vilja sleppa dýraafurðum. Kolefnisspor grænkerabollunnar er aðeins 4% af kolefnisspori kjötbollunnar, en þú færð sama bragð, sömu áferð og sama verð. Grænkerabollan passar fullkomlega með sígildu kjötbollumeðlæti eins og kartöflumús, brúnni sósu, grænum baunum og sultu (en þú getur auðvitað prófað hana með einhverju allt öðru).

 

Aðalhráefni grænkerabollanna er baunaprótín, hafrar, kartöflur, laukur og epli.

 

Grænkerabollurnar eru án glútens og henta því þeim sem eru með glútenóþol.

 

Pylsur fyrir grænmetisætur og grænkera

Hin hefðbundna pylsa hefur verið ein af táknmyndum IKEA frá stofnun þess og okkur langar að frænka hennar, grænmetispylsan, verði jafn eftirsótt. Grænmetispylsan er eingöngu úr grænmeti og hentar að sjálfsögðu grænkerum.

 

Við prófuðum heilan helling af uppskriftum þar til við fundum þá fullkomnu. Meginuppistaðan er grænkál, rauðar linsubaunir, gulrætur, rauðkál, sellerí, laukur, kínóa og engifer. Hljómar vel! Eins og alltaf þá getur þú bætt við okkar hefðbundna meðlæti, niðursoðnu rauðkáli, steiktum lauk og sinnepi. Eða fengið þér eina með öllu. Grænmetispylsan fæst bæði tilbúin í IKEA Bistro eða frosin í sænska matarhorninu.

Grænmetisbollur

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X