Fyrsta garnbúð Icewear leit dagsins ljós fyrr á árinu í Fákafeni 9 en Icewear hefur þó framleitt og selt ullar- og prjónavörur í næstum 50 ár. Búðin er björt og notaleg og það fyrsta sem grípur augað er garnið sjálft, fallega uppraðað í einfaldar hillur. Antíksófasett er í miðju rýminu og skapar mótvægi við stílhreinar hillurnar. Alma verslunarstjóri sagði okkur aðeins frá ferlinu við að opna verslunina og hvernig hópurinn vann saman að því að gera hugmyndir að veruleika.
Aðaláherslurnar hjá teyminu voru léttleiki, hvítar hillur, ljós viður og náttúrulegt útlit sem myndi leyfa litadýrð garnsins að njóta sín til fulls.
„Guðbjörg útstillingahönnuður kom með þá tillögu að nota KALLAX hillurnar sem var frábær lausn. Sjálf sat ég svo heima eitt kvöldið að prjóna og horfa á hlaðvarpsþátt og tek þá eftir fallegri hillusamstæðu með garni. Hillurnar voru opnar og svo voru ótrúlega fallegar bastkörfur í bland. „Vááá! hvað þetta er töff hugsaði ég, mig langar í svona fyrir garnbúðina!“ og hélt áfram að prjóna og dást að körfunum. Svo leitaði ég á IKEA vefnum og fann þessar vörur – KALLAX hilluna og LUSTIGKURRE körfurnar. Næsta dag brunuðum við Hildur upp í IKEA og keyptum helling af körfum.“ - Alma
Skoðaðu allt KALLAX
KALLAX hillurnar eru nýttar á fjölbreyttan hátt í versluninni, nokkrum er raðað saman svo þær ná upp í loft og þannig er plássið vel nýtt. Garnið fær sannarlega að láta ljós sitt skína í öllum litum regnbogans. Hirslan verður fjölbreyttari með körfum, skúffum, hólfum og kössum svo hún henti fyrir allar vörur.
Skoðaðu KALLAX
„Þær innréttingar sem ekki eru frá IKEA eru sérsmíðaðar fyrir Icewear; okkar eigin hönnun. Allir fylgihlutir á borð við spegla, skálar, bakka, innkaupakörfur, kolla, standa fyrir bækur og blöð koma svo frá IKEA. Þetta eru fallegir hlutir sem njóta sín vel, taka ekkert frá garninu sem þarf að fá að njóta sín, en fellur fullkomlega að heildarmyndinni.“ – Alma
Garnið er í opnum hirslum og annað sem ekki þarf að sjást er í lokuðum hirslum neðst. Hillurnar halda góðu skipulagi á garninu svo gott aðgengi sé að þeim fyrir viðskiptavini og allt fari ekki út um allt. Einnig eru hillurnar notaðar sem eins konar skilrúm til að skipta versluninni upp í smærri rými. Gott er að hafa lýsingu í huga þegar verið er að skipuleggja rými.
Skoðaðu KALLAX
„Það er góð lýsing í búðinni sem er grundvallaratriði í garnbúð. Lýsingin fær allt umhverfið og fallegar innréttingarnar til að skína og síðast en ekki síst er hægt að sjá litina í garninu í dagsbirtu nánast hvar sem er í búðinni.“– Alma
Skoða alla lýsingu
„Samvinnan í þessu verkefni, að setja búðina upp, var í alla staði frábær. Teymið vann eins og einn maður undir stjórn Guðbjargar sem þekkir vörurnar ykkar inn og út. Ef maður nefndi eitthvað, til dæmis ef vantaði kaffibolla fyrir prjónakaffi, þá var hún mætt samdægurs með fallegri bolla en maður hefði getað ímyndað sér!“– Alma
Það er greinilegt að vel hefur tekist til við opnun garnbúðarinnar og að mikilvægt er að hafa gott teymi og skýra mynd af því hver lokaútgáfan á að vera. IKEA er með fjölbreyttar vörur á góðu verði og því ætti að vera auðvelt að finna eitthvað við hæfi allra. Fyrirtækjaþjónusta IKEA getur veitt ráðgjöf þegar kemur að því að opna nýja verslun eða fara af stað með nýtt fyrirtæki.
„Það er ekki bara mikilvægt markaðslega séð að vera með fallega búð. Viðskiptavinirnir hafa allir orð á því hversu falleg búðin er og sjálf göngum við inn á morgnana með gleði í hjarta, það er ekki annað hægt þegar maður kemur inn í svona vel heppnað rými.“ - Alma
Fyrirtækjaþjónusta IKEA
Hjá IKEA fæst allt fyrir heimilið en við bjóðum einnig upp á fjölbreyttar lausnir fyrir fyrirtæki. Fyrirtækjaþjónusta IKEA býður upp á ráðgjöf og þjónustu, hvort sem þú ert að gera upp starfsmannaeldhús, opna veitingastað, hanna gistiheimili eða verslun.