TESAMMANS línan er samstarfsverkefni IKEA við hönnunartvíeykið Raw Color sem skartar húsgögnum, vefnaðarvörum, borðbúnaði og skrautmunum í óvæntum litasamsetningum með grafískum útlínum. Færðu heimilinu lit og fylgstu með því – og þér – lifna við!

„Litur er aldrei einn síns liðs, hann er hluti af heild.“

Raw color

 

Líflegt samstarf

Fyrir þessa línu tókum við saman höndum með hönnunartvíeykinu Raw Color þar sem okkar þekking á húsbúnaði sameinaðist sérþekkingu þeirra á ofurkröftum lita. Útkoman: Óvæntar litasamsetningar sem lífga upp á heimilið.

Áberandi litir lífga upp á heimilið

Lýsandi list

Slakaðu á og skapaðu réttu stemninguna með lampa sem veitir notalega og mjúka birtu og bættu við fallegum óróa sem býður þér að staldra við og dagdreyma.

Fagnaðu hverjum degi

Gerðu hverja máltíð að veislu með þessum karöflum, glösum og servíettum. Bættu um betur með loftljósi sem vekur athygli.

Rúllaðu inn gleðinni

Hentug hirsla færir hverju rými liti og líf með einstakri hönnun og þú getur fært hana til eftir þörfum. „Hirslueiningin er afar hentug þar sem þú getur nálgast innihaldið frá öllum hliðum,“ segir hönnunartvíeykið Raw Color. „Þegar þú gengur í kringum hana skapa rimlarnir ólíka áferð. Sterkir litir færa henni persónuleika.

Litagleði örvar sköpunarkraft og færir þér innblástur.

Helltu góðu kaffi í litríka bollann og gríptu með þér servíettur í stíl til að gera kaffipásuna aðeins skemmtilegri. Lífleg veggklukkan passar svo upp á að þú missir ekki af næsta fundi.

 


Dásamlegar móttökur

Forstofan er forsmekkurinn að heimilinu. Þessir litríku og fallegu kertastkjakar og bakki segja: verið velkomin, hér er stíll í hávegum og við týnum aldrei lyklum!

 


1 vörur
0 selected
TESAMMANS, bakki, 2 í setti
TESAMMANS
Bakki, 2 í setti,
grænt/fjólublátt

995,-

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X