Byrjaðu á að þrífa hann vel. Þannig verður auðveldara og skemmtilegra að koma skipulagi á hann.
Gott er að skipuleggja matvælin eftir hitastiginu sem þau þurfa. Neðri hluti kæliskápsins er kaldari – sem er gott fyrir hrátt kjöt og mjólkurvörur. Efri hlutinn hentar betur fyrir krukkur og matarafganga. Raðaðu matvælum saman í stærri kassa – eftir æskilegu hitastigi – til að auðvelda þér þrifin ef eitthvað fer að leka.
Margnota pokar sem hægt er að loka vel halda grænmeti, hnetum og öðrum mat ferskum í lengri tíma. Þessir eru með tvöfaldri lokun og henta því einnig til að geyma matarafganga eða nesti. Svo ef þú vilt – eða eftir því hvað var í þeim – þá getur þú vaskað þá upp og notað aftur./p>
Sum matvæli geymast betur í stofuhita. Notaðu netpoka og fallegar skálar til að geyma grænmeti og ávexti á borð við tómata, avókadó, lauka, kartöflur og banana. Þannig léttir þú á kæliskápnum.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn