Það getur verið erfitt að halda kæliskápnum snyrtilegum og skipulögðum – og algengt er að rekast á dularfull matarílát og mat sem er farinn að skemmast. Hér eru nokkur einföld ráð sem auðvelda þér að koma skipulagi á kæliskápinn og losa um pláss.

Snyrtilegur kæliskápur í sex einföldum skrefum

Byrjaðu á að þrífa hann vel. Þannig verður auðveldara og skemmtilegra að koma skipulagi á hann.

  • Tæmdu kæliskápinn og þrífðu hann að innan
  • Ákveddu hvað á að fara hvert
  • Raðaðu svipuðum matvörum saman í handhægar hirslur
  • Notaðu poka sem er hægt að loka svo maturinn haldist ferskur lengur
  • Zip-lock bags keep your food fresh for longer
  • Ekki eiga öll matvæli að geymast í kæliskápnum


Skoðaðu aukahluti fyrir þrif

Skoðaðu aukahluti fyrir þrif

Hentugar hirslur

Gott er að skipuleggja matvælin eftir hitastiginu sem þau þurfa. Neðri hluti kæliskápsins er kaldari – sem er gott fyrir hrátt kjöt og mjólkurvörur. Efri hlutinn hentar betur fyrir krukkur og matarafganga. Raðaðu matvælum saman í stærri kassa – eftir æskilegu hitastigi – til að auðvelda þér þrifin ef eitthvað fer að leka.



Skoðaðu matarílát

Skoðaðu matarílát

Minna óvænt, minni sóun

Glær matarílát auðvelda þér að sjá hvað er í þeim og það dregur úr matarsóun. Matarílátin okkar eru af öllum stærðum og gerðum með lokum í stíl og því er hægt að stafla þeim. Sum má nota öfug og þá er lokið eins og bakki og ílátið hylur matinn.

Sniðugar hirslur fyrir snyrtilegan kæliskáp

Hirslur í kæliskápa eru til úr ólíku hráefni og í ýmsum stærðum. Gott er að hafa nokkrar gerðir og stærðir sem henta ólíkum matvælum.

Innsiglaðu ferskleikann

Margnota pokar sem hægt er að loka vel halda grænmeti, hnetum og öðrum mat ferskum í lengri tíma. Þessir eru með tvöfaldri lokun og henta því einnig til að geyma matarafganga eða nesti. Svo ef þú vilt – eða eftir því hvað var í þeim – þá getur þú vaskað þá upp og notað aftur./p>



Skoðaðu matarílát

Skoðaðu matarílát

Inn úr kuldanum

Sum matvæli geymast betur í stofuhita. Notaðu netpoka og fallegar skálar til að geyma grænmeti og ávexti á borð við tómata, avókadó, lauka, kartöflur og banana. Þannig léttir þú á kæliskápnum.



Skoðaðu skálar

Skoðaðu skálar

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X