Hefjum nýjan kafla í lífi barnsins vel undirbúin með góðum búnaði sem hentar því. Hjá okkur finnur þú allt sem barnið þarf í herbergið sitt til að takast á við nýjar og spennandi áskoranir, hvort sem það er skrifborð eða hirslur fyrir ritföng.

Skrifborð fyrir orkumikil börn

Á barnið erfitt með að sitja kyrrt? Hægt er að stilla hæðina á RELATERA skrifborðinu með sveif svo barnið getur valið hvort það sitji eða standi við heimanámið – og breytt til þegar það fer að ókyrrast!

Staður til að teikna, læra og láta sig dreyma

Breyttu RELATERA skrifborðinu í þægilegt og persónulegt rými fyrir barnið að læra í. Bættu við hillu, skrifbretti, tússtöflu og fleiru fyrir snyrtilega aðstöðu til að teikna, læra og leika!

Það eru bjartir tímar fram undan!

Byrjaðu skólaár barnsins vel með því að lífga upp á herbergi þess og gera það að líflegu athvarfi. Við höfum safnað saman ýmsum nauðsynjum, eins og rúmfatnaði og bakpokum, í skemmtilegum litum sem lífga upp á rýmið og gera barninu kleift að gera það að sínu.

Búðu þig undir nýja önn


Vinnurými eða glimmerstöð?

Þið eruð kannski ekki alltaf sammála um hvert sé næsta verkefni, en þið munuð örugglega bæði hafa gaman að því að búa til pláss sem uppfyllir þarfir barnsins! Bættu við hillu, síma- og spjaldtölvustandi, skrifbretti og tússtöflu við RELATERA skrifborðið til að auðvelda skipulagið. Skemmtu þér með barninu við að setja upp persónulegt rými sem hentar áhugasviði þess!

 


Hver segir að heimavinnan þurfi að vera leiðinleg?

Lýstu upp skrifborðið með sveigjanlegum og litríkum NÄVLINGE lampa. Með góðri lýsingu er barnið enga stund að klára meistaraverkið – og hefur jafnvel líka tíma fyrir heimanámið!

 


Skipulagið í fremstu röð

Sumt vill barnið geta falið en annað vill það hafa til sýnis. Við bjóðum upp á ýmsa vörur, eins og litríka kassa og handhægar klemmur, sem hjálpa til við að gera tiltektina skemmtilegri og auðveldar barninu að sýna sinn innri mann.

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X