Jafnvel þó að það að flytja að heiman þýði að þú gistir hér og þar þarftu góða hirslu undir allt sem fylgir þér. Hér eru léttar, staflanlegar og samanbrjótanlegar hirslur sem geyma hlutina þína hvort sem þú ert að fara annað eða staldrar aðeins við.

Góður ferðafélagi

Kostir fatarekka eru margir, það er auðvelt að halda góðu skipulagi á fötunum, það loftar vel um þau og þau haldast í góðu standi, svo er auðvelt að velja fatnað dagsins. Hjólin eru fullkomin fyrir flutninga; eða ef þú þarft að færa slánna til í íbúðinni.

Skoðaðu fatarekka

Lífið í kassa

Harðgerðir, gagnsæir kassar eru fullkomnir til að pakka búslóðinni niður í, en aðgengilega á sama tíma. Þú finnur það sem þú leitar að með því að horfa á þá. Ef þeim er staflað er einnig hægt að nýta þá sem hæðarstillanlega vinnuaðstöðu.


Auðveld hagræðing fyrir aukahirslu

Vantar skápapláss? Þessi geymslupoki er úr endingargóðu efni sem er þægilegur fyrir föt, rúmföt og handklæði og það er hæglega hægt að koma honum fyrir undir rúm eða ofan á skápa.


Pakkaðu niður deginum

Þessi rúmgóða handtaska er hólfuð niður og því er hæglega hægt að geyma í henni fartölvuna, íþróttafatnaðinn, nestisboxið og annað sem þú þarft yfir daginn. Þú getur sett hana á bakið, yfir öxlina eða haldið á henni eins og poka.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X