Hugarkort, skissur og stemningsborð eru nauðsynleg verkfæri í hugmyndavinnu. Hægt er að snúa töflunni á tvo vegu, á annarri hliðinni er hægt að hengja upp minnismiða og myndir og á hinni er hægt að skrifa niður markmið og hugmyndir.
Það eykur afköst á vinnustaðnum ef starfsfólkinu er gert kleift að setjast niður til að slaka á, lesa og spjalla. Það er auðvelt að skapa notalegt rými með þægilegum stólum, litlu borði, mottu og hugsanlega einhverju úr náttúrunni.
Hafðu alltaf hljóðlátt rými tilbúið fyrir fjarfundi og verkefni sem þarfnast mikillar einbeitingar. Hljóðgleyp efni, mild lýsing og þægilegur stóll auðvelda þér að sitja lengur við.