Langar þig að gera svalirnar þínar huggulegar án þess að það komi of mikið niður á veskinu? Hér koma nokkur einföld ráð og hugmyndir til að gera svalirnar persónulegri og velja á þær húsgögn sem nýta plássið sem best. Byrjaðu á hlutunum sem hafa mest áhrif og síðan er auðvelt að bæta smám saman við. Þú ræður algerlega ferðinni.

Má bjóða þér sæti úti á svölum?

Veldu stóla sem eru þægilegir og fallegir. Gott er að bæta við sessum sem hægt er að binda við stólana, til dæmis KLÖSAN sessum með fallegu blómamynstri sem lífgar upp á rýmið. Hægt er að snúa sessunum við því þær eru eins báðum megin. Ef fleiri nota svalirnar getur komið sér vel að vera með fellistóla til vara.

 

Skoðaðu sessur og púða fyrir útihúsgögn

Skoðaðu sessur og púða fyrir útihúsgögn

Karfan með mjúku fyllingunni

Ein einfaldasta leiðin til að gera litlar svalir notalegar á ódýran hátt er að hafa nóg af mjúkum, notalegum vefnaði. Settu púða og teppi í körfu – veldu liti, mynstur og áferð í þínum stíl. Síðan getur þú tekið körfuna með þér inn í lok dags.

 

Skoðaðu körfur

Skoðaðu körfur

Litlar svalir, mikil þægindi

Frá toppi til táar

Útsýnið er vissulega mikilvægt en einnig tilfinningin þegar þú stígur út á svalirnar. Flatofin motta sem er ætluð til notkunar utandyra færir litlum svölum fegurð, karakter, mýkt og getur rammað inn setusvæðið.

 

Skoðaðu mottur fyrir útisvæði

Skoðaðu mottur fyrir útisvæði

Vænar og grænar

Græn gróðursæld færir litlum svölum róandi og náttúrulegt yfirbragð. Flottir pottar setja svo punktinn yfir i-ið. Ef þú ert með rimlavegg getur verið fallegt að þekja hann, eða svalahandriðið, með FEJKA gerviblómum og -plöntum. Plöntur veita nefnilega líka næði, sérstaklega háar plöntur á færanlegum blómavögnum.

Skoðaðu plöntur og potta

Þínir uppáhaldstónar

Slepptu því að hlusta á umferðina eða hund nágrannans – skelltu góðri tónlist í VAPPEBY lampa með bluetooth-hátalara og njóttu. Lampinn gefur frá sér fallegan bjarma, hann er með innbyggðri hleðslurafhlöðu og þú getur gripið hann með þér hvert sem er. VAPPEBY línan inniheldur einnig ferðahátalara sem er vatnsheldur, lítill og flottur.



 

Vörur sem færa litlum svölum karakter


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X