Veldu stóla sem eru þægilegir og fallegir. Gott er að bæta við sessum sem hægt er að binda við stólana, til dæmis KLÖSAN sessum með fallegu blómamynstri sem lífgar upp á rýmið. Hægt er að snúa sessunum við því þær eru eins báðum megin. Ef fleiri nota svalirnar getur komið sér vel að vera með fellistóla til vara.
Ein einfaldasta leiðin til að gera litlar svalir notalegar á ódýran hátt er að hafa nóg af mjúkum, notalegum vefnaði. Settu púða og teppi í körfu – veldu liti, mynstur og áferð í þínum stíl. Síðan getur þú tekið körfuna með þér inn í lok dags.
Útsýnið er vissulega mikilvægt en einnig tilfinningin þegar þú stígur út á svalirnar. Flatofin motta sem er ætluð til notkunar utandyra færir litlum svölum fegurð, karakter, mýkt og getur rammað inn setusvæðið.
Slepptu því að hlusta á umferðina eða hund nágrannans – skelltu góðri tónlist í VAPPEBY lampa með bluetooth-hátalara og njóttu. Lampinn gefur frá sér fallegan bjarma, hann er með innbyggðri hleðslurafhlöðu og þú getur gripið hann með þér hvert sem er. VAPPEBY línan inniheldur einnig ferðahátalara sem er vatnsheldur, lítill og flottur.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn