Þegar hlýnar í veðri getur pallurinn, garðurinn eða svalirnar allt í einu orðið eins og framlenging á heimilinu – eins konar aukastofa. Við erum með allar helstu sumarvörurnar fyrir þig, svo sem borðbúnað, grilláhöld, fjölbreytt útihúsgögn og vörur fyrir strandferðir og útilegur.

Ferðavörur fyrir sólríka sumardaga

STRANDÖN vörurnar koma sér vel þegar himininn er blár og sólin lætur sjá sig. Léttir stólar, sólhlíf, ferðagrill, legubekkur og fleira fyrir útilegu, lautarferð eða ströndina.

Skoðaðu STRANDÖN vörulínuna

Veldu góða ferðafélaga

Allt það helsta fyrir dagsferðir, útilegur og allt þar á milli

Góð pizza getur orðið enn betri

Hleyptu þínum innri Ítala út og fullkomnaðu pizzakvöldið. Taktu til framandi álegg og settu GRILLTIDER pizzupönnuna á grillið. Með öllum réttu græjunum verður útisvæðið þitt að frábærum pizzastað.

Skoðaðu GRILLTIDER vörulínuna

Út að borða í kvöld. Aftur!

Nýttu hverja stund til að vera utandyra. Hentugt og flott útieldhús opnar á nýjan heim þegar kemur að matreiðslu utandyra. Svo bragðast maturinn líka betur undir berum himni. Við erum með allt sem þú þarft, hvort sem það eru eldhúsáhöld eða útihúsgögn.

Skoðaðu útihúsgögn

Góður tími fyrir garðveislu

Á sumarsólstöðum halda Svíar upp á „Midsommar“ með góðum mat, blómaskreytingum, dansi og gleði. Þú getur gert eitthvað svipað – og kallað það sumarveislu. Bjóddu vinum, fjölskyldu eða nágrönnum í líflega stemningu. Borð, stólar og ferskt límónaði er góð byrjun.

Nauðsynjar fyrir góðar sumarveislur

Sniðugar vörur fyrir veislur, hvort sem þær eru í garðinum eða inni í stofu.

Litríkt útisvæði

Sumarið snýst svolítið um skyndiákvarðanir. SUNDSÖ borðin fást í nokkrum litum og lífga svo sannarlega upp á útisvæðið. Bjóddu góðum vinum í mat, spjall eða drykki. Þegar gleðin dregst á langinn sjá færanlegir LAMPAN LED lampar um stemninguna, en þú getur breytt lit ljóssins til að skapa akkúrat rétta andrúmsloftið sem hæfir hverju tilefni.

Skoðaðu vörur fyrir útisvæði

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X