Láttu gestunum líða eins og heima hjá sér – já eða eins og á hóteli! Gestahandklæðin eru oft falleg og tilvalið að fegra baðherbergið með þeim – hér eru nokkrar leiðir til að stilla upp gestahandklæðunum.

Sýndu þau

Brjóttu handklæðin saman og stilltu þeim upp á bakka nálægt vaskinum til að búa til fallegt yfirbragð. Þannig auðveldar þú gestunum að finna rétta handklæðið. Einföld en glæsileg leið til að láta gestunum líða vel.

 


Vertu með gestalæti

Sæti, hilla og handklæðaslá – fjölbreytt notagildi í einu sniðugu húsgagni. RÅGRUND baðherbergislínan er úr bambus og hentar því vel þar sem er raki. Leggðu á stól allt sem gestirnir þurfa á að halda yfir helgina.

 


Uppstöfluð handklæði fyrir auðvelt aðgengi

Gestir vilja helst ekki þurfa að róta í skúffum og skápum til að finna það sem þeir þurfa. Með því að nota hirslu sem er bæði opin og lokuð skapar þú fallegt yfirbragð, auðveldar aðgengi en getur þó einnig falið það sem þú vilt.

 


Mjúkt yfirbragð, mjúkt viðkomu

Skoðaðu öll handklæði

Fullkomlega upprúlluð

Ef órigamí er ekki þinn styrkleiki þá er sniðugt að rúlla upp handklæðum og geyma í körfu. Þannig skapar þú notalegt andrúmsloft og setur sterkan svip á baðherbergið.


Karfa með öllu sem þarf

Viltu skapa lúxustilfinningu og sjarma? Búðu til litla gjöf með öllu sem þarf til að sýna hversu miklu máli gestirnir skipta þig. Fylltu körfu með mjúku handklæði, notalegum inniskóm og nýjum tannbursta og hengdu hana upp á snaga fyrir auðvelt aðgengi. Lítið mál en ótrúlega áhrifaríkt!

 


Hirslur sem eru bæði hentugar og glæsilegar


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X