Vantar þig nýjar hugmyndir til að fegra hringborðið? Hér eru okkar bestu ráð til að leyfa því að njóta sín sem best, sama hvert tilefnið er – hversdagslegur kvöldverður, hátíðleg veisla eða allt þar á milli.

Borðskraut sem grípur augað

Nokkrir blómavasar eru tilvaldir til að fegra borðið. Veldu gerviplöntur og þá þarftu að hafa lítið fyrir borðskrautinu.

Skoðaðu gerviplöntur og blóm

Hringlaga borð, hringlaga diskamottur

Hringlaga diskamottur færa borðinu mýkt og spara borðpláss. Notaðu efni eins og fléttaðar náttúrulegar trefjar til að draga fram afslappað yfirbragðið. Diskamottur verja borðplötuna og þú þarft ekki að nota borðdúk.

 

Skoðaðu diskamottur

Skoðaðu diskamottur

Borðskraut sem má borða

Nokkrar kryddplöntur færa borðinu ilmandi fegurð. Þær eru einnig áhugavert garðyrkjuverkefni (líka með börnunum), skemmtilegt umræðuefni eftir því sem þær stækka og krydd út á matinn – eða jafnvel innblástur fyrir kvöldmatinn.

 

Skoðaðu blómapotta

Skoðaðu blómapotta

Þú þarft ekki ljósakrónu

Kertastreytingar gera mikið fyrir borðið. Kerti eru áhrifamikil, sérstaklega þegar þau eru nokkur saman. Blandaðu saman ólíkum stærðum og gerðum og lýstu upp borðið. Notaðu háa kertastjaka til að skapa enn meiri áhrif.

Skoðaðu kertastjaka

Borðsaukahlutir à la carte


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X