Svona velur þú eldhússkápa og innvols

Færð þú valkvíða yfir öllum möguleikunum þegar kemur að því að skipuleggja nýtt eldhús eða endurnýja það gamla? Ekki örvænta! Það er einfaldara að velja skápa og innvols en það virðist í fyrstu. Hér eru hjálplegar leiðbeiningar til að koma þér af stað.

innvols

Blandaðu saman skápum til að nýta plássið sem best

Skáparnir úr METOD eldhúslínunni fást í ýmsum hæðum, breiddum og dýptum svo þú getir hámarkað geymsluplássið í eldhúsinu. Blandaðu saman skápum sem henta þínum þörfum eins og grunnskápum, skápum fyrir innbyggð tæki, háum skápum og veggskápum – hver skápur hefur sína eigin kosti.


Grunnskápar – burðarás eldhússins

Neðri skápar mynda traustan grunn undir borðplötuna og hýsa helluborð, ofn og vask. Þeir bera helstu eldhústæki og veita nauðsynlegt geymslupláss fyrir þyngri hluti í eldhúsinu. Neðri skápana má líka nota til að búa til sérsniðna eldhúseyju fyrir enn meira geymslupláss. Ef rýmið býður upp á hornskáp er hann tilvalinn til að nýta plássið vel – snúningshilla eða útdraganleg hilla gera innihaldið aðgengilegra.

Möguleikarnir til að fullnýta plássið í skápum og skúffum eru margir. Almennt séð eru skúffur frábær kostur! Blandaðu saman djúpum skúffum við að minnsta kosti eina grunna eða falda skúffu, sem er fullkomin fyrir hnífapör og áhöld. MAXIMERA skúffurnar fást í mismunandi stærðum, þær renna mjúklega og dragast alveg út svo þú færð góða yfirsýn yfir innihaldið. Þær eru líka með innbyggðum dempurum og lokast því hægt og hljóðlega.


Veggskápar – auka geymsluplássið og fanga athyglina

Veggskápar í mismunandi stærðum hámarka nýtingu lóðrétta rýmisins í eldhúsinu. Þeir eru aðallega notaðir til að geyma það sem þú vilt hafa við höndina og henta vel fyrir diska, glös og aðra smærri eldhúsmuni. Algengast er að þeir séu með hillum, annaðhvort gegnheilum eða úr gleri.

Veggskápar gefa eldhúsinu líka fallegt heildarútlit. Veldu lóðréttar eða láréttar hurðir og hornskápa eða veggskápa með skúffum. Þú getur stillt upp þínu fínasta matarstelli á bak við glerhurðir með innbyggðri LED-lýsingu og komið fyrir góðri vinnulýsingu undir skápunum. Annað gott ráð er að tryggja að hæð veggskápanna sé í flútti við efri brún háu skápanna til að skapa fallegt heildarútlit.


Háir skápar – nýttu rýmið alla leið upp í loft

Ertu að leita að búrskáp fyrir matvörurnar eða viltu geyma allar hreingerningarvörurnar á einum stað? Háir skápar eru frábær leið til að spara gólfpláss og gefa eldhúsinu stílhreint útlit. Þeir eru sérstaklega hentugir í minni eldhúsum þar sem geymslupláss er oft af skornum skammti.

Háir skápar eru fáanlegir í ýmsum stærðum og gerðum, svo þeir passa í nánast hvaða krók og kima sem er. Bættu við hillum, skúffum eða útdraganlegum grindum þannig að skápurinn henti þínum þörfum fullkomlega.


Innbyggð tæki fyrir stílhreint útlit

Innbyggð eldhústæki verða sífellt vinsælli á nútímaheimilum og það er ekki að ástæðulausu! Með því að fela þau inni í skápunum fær eldhúsið stílhreint og heildstætt útlit.

Skáparnir fyrir innbyggð tæki eru sérhannaðir fyrir vöruúrvalið okkar. Við erum með vaskaskápa með úrtaki fyrir lagnir, skápa sem henta fullkomlega fyrir innbyggða kæli-/frystiskápa og skápa sem eru hannaðir fyrir ofna og örbylgjuofna. Allir skápar fyrir innbyggð tæki eru með loftræstingu og margir þeirra eru styrktir til að bera þunga innbyggðra tækja.

Ef plássið leyfir geturðu bætt við efri skáp fyrir auka geymslupláss fyrir ofan kæli- eða frystiskápinn. Til að fullkomna heildarmyndina skaltu setja framhlið í sama stíl á eina af innbyggðu uppþvottavélunum okkar!


Grunnurinn að fullkomnu eldhúsi

Við erum með yfir 50 ára reynslu í að framleiða snjöll og endingargóð eldhús á sanngjörnu verði og leggjum áherslu á að gera þau að hjarta heimilisins. Sveigjanlegu METOD eldhúseiningarnar hafa allt sem þarf fyrir hina fullkomnu uppsetningu – fjölbreyttar stærðir skápa og snjallar innri lausnir sem hjálpa þér að nýta plássið (og passa upp á fjárhaginn í leiðinni). Bættu við þínum uppáhaldsframhliðum og skapaðu þinn eigin stíl.

Og rúsínan í pylsuendanum? METOD eldhúseiningarnar eru með 25 ára ábyrgð!

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X