SKOGSDUVA línan skartar púða sem er einnig trédrumbur, handklæði sem breytir þér í gaupu og sængurveri sem segir þér sögur fyrir svefninn. Við sjáum um bakgrunninn, karakterana og söguþráðinn – þú færð að halda áfram með ævintýrið. Með smá frásagnargleði og ímyndunarafli vaknar töfrandi heimur skógardýra til lífsins.

Breyttu herberginu í blómaengi

Gerðu þitt eigið blómaengi með grænu SKOGSDUVA mottunni og leggðu hvíta SKOGSDUVA blómapúða á hana þar sem mjúka býflugan getur hvílt vængina sína.

Láttu gaupur og greifingja um háttatímann

SKOGSDUVA grímurnar lífga upp á kvöldrútínuna og baðið verður enn eftirsóknarverðara þegar þú getur breytt þér í gaupu eftir það.

Hvað gerist í skóginum á meðan við sofum?

Þegar við mannfólkið förum að gera okkur til fyrir háttinn þá fyrst byrjar fjörið í sænska skóginum. Hvað ætli broddgeltirnir geri af sér þegar enginn sér? Ævintýrin lifna við á heimilinu með SKOGSDUVA línunni.

Stígðu inn í töfrandi ævintýraheim

Skoðaðu áklæði á kolla, mjúkdýr, mottur, handklæði og fleira – innblásið af lífríki sænskra skóga.

Barnabæli í óbyggðum!

Breyttu gólfinu í engi, rúminu í læk og þér í gaupu þegar háttatíminn nálgast. SKOGSDUVA gerir þér kleift að kynnast töfraheimi sænskra skógardýra án þess að stíga út fyrir heimilið og teikningarnar á SKOGSDUVA sængurverasettinu veita þér innblástur að ævintýralegri kvöldsögu fyrir svefninn.

Stundum er raunveruleikinn alveg jafn ótrúlegur og skáldskapur

Á meðan við kúrum uppi í rúmi þá koma skógardýrin sér vel fyrir úti í náttúrunni. Fjallarefurinn er með feld sem breytist eftir árstíðinni, snæuglan fylgist með öllu með því að snúa höfðinu í 270 gráður og þykkur feldurinn á otrinum sér um að halda honum þurrum í vatni.

Töfraðu fram ævintýralegt umhverfi á heimilinu

Skreyttu rúmið með blómapúðum, útbúðu refagreni í einu horni eða umbreyttu herberginu með sveppum, blómaengi og lækjarsprænum. Með SKOGSDUVA línunni, smá frásagnargleði og ímyndunarafli vaknar töfrandi heimur skógardýra til lífsins á heimilinu.

Sæktu þér innblástur í SKOGSDUVA línuna

Teikningarnar á vörunum í SKOGSDUVA línunni veita innblástur fyrir leik og sögur.

„Ég vil að börn fái að kynnast náttúrunni og finnist eins og dýrin lifni við heima hjá sér.“

Malin Gyllensvaan
hönnuður

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X