Lítil íbúð með smáatriðum sem veita öðrum innblástur
Hvað gerir íbúð að heimili? Parið sem býr í þessari litlu íbúð umkringir sig með fallegum hlutum sem færa þeim gleði. Þau hafa innréttað glæsilegt heimili sem kallar á að vera ljósmyndað og deilt með umheiminum. Hér má finna fegurðina í smáatriðunum.
#innblástur
Það er ekki hægt að segja að þau séu minímalistar en þó halda þau sig innan ákveðinnar litapallettu. Mjúkir náttúrulegir litir flæða um alla íbúð og körfur, viður og glervasar grípa augað hvert sem litið er. Útkoman er hlýlegt rými sem gefur af sér glæsibrag.
Skoðaðu skrautmuni
#allirvinna
Þau vinna yfirleitt á skrifstofunni en stundum koma þau upp aðstöðu á borðstofuborðinu. Vinnuaðstaðan kemur vel út og er í stíl við heimilið. Skrifborðsmotta úr korki er bæði hentug og falleg og skrifborðsstóllinn fellur vel inn og gefur góðan stuðning.
Skoðaðu skrifstofustóla
#spjarirdagsins
Ástríða þeirra fyrir fegurð fer ekki fram hjá neinum, hvort sem litið er til hvernig þau búa eða hverju þau klæðast. Fullkomið skipulag í forstofuni gerir hana að frábærri sviðsmynd með flottum spegli og góðri lýsingu sem gefur þeim allt sem þau þurfa til að stilla sér upp og ná mynd sem vekur athygli og veitir innblástur.
Skoðaðu spegla
#núvitund
Metnaður og dugnaður einkenna parið og því gæta þau þess að verja gæðatíma saman. Með því að hafa til hádegisverðinn kvöldinu áður hafa þau tíma á morgnana fyrir þægilega samveru með nærandi tei PH notalegu samtali þar sem símarnir eru lagðir til hliðar.
Skoðaðu kaffi og te vörur