Góð lýsing snýst um notagildi, birtu og skyggni, en hún skapar einnig stemningu, stuðlar að öryggistilfinningu, og bætir vellíðan. Flest okkar vita þetta, en það er ekki verra að rifja þetta upp annað slagið svo að við veitum lýsingu heimilisins aðeins meiri athygli. Góð lýsing getur einnig verið kostnaðarsöm, svolítið snúin og erfið í framkvæmd. Þangað til núna. Við höfum skoðað lýsingu rækilega í þó nokkurn tíma og vonum að IKEA ljósastýringin geti breytt miklu og lýst upp fleiri heimili á einfaldan og hagkvæman hátt.
Vöruúrval IKEA ljósastýringar inniheldur endalausa möguleika fyrir ljósdeyfir, kalda og hlýja birtu, fjarstýringu, ljósapanila og -hurðir sem og sérsniðna og persónulega lýsingu. Og þetta eru allt auðveldar, þráðlausar lausnir með notendavænu nútímalegu útliti. Ljómandi!

„LED ljósaperurnar úr TRÅDFRI línunni eru mjög gott dæmi um hvernig gömul vara, sem allir þekkja, eins og ljósapera, getur gert svo miklu meira, einfaldlega með „samskiptum“ við stýribúnað og þess vegna gert fleirum kleift að hafa betri lýsingu.“

BJÖRN BLOCK,
VIÐSKIPTASTJÓRI IKEA HOME.

Einföld og þægileg

Vörurnar gera okkur kleift að hafa betri lýsingu heima við á auðveldan hátt og viðráðanlegu verði. Betri lýsing þýðir rétt lýsing fyrir allar athafnir eða lýsing sem skapar réttu stemninguna. Betri lýsing getur einnig veitt okkur öryggistilfinningu. Allar vörurnar eru einfaldar í notkun og engin þörf er á að tengja snúrur eða ráða rafvirkja.

Allt sem þarf til að hægt sé að nota TRÅDFRI vörurnar, er að skipta gömlu ljósaperunum út fyrir LED ljósaperur sem innifaldar eru í pakkanum, og þú getur strax breytt birtustiginu með fjarstýringunni.

Birta fyrir öll tilefni

Veldu lýsingu fyrir morgnana, aðra fyrir kvöldin og þá þriðju fyrir matreiðsluna eða heimavinnuna. Deyfðu, slökktu, kveiktu og skiptu úr heitri yfir í kalda birtu með fjarstýringunni eða appinu. Ljósastýringin inniheldur líka LED ljósapanila og -hurðir, ef þig vantar, eða einfaldlega langar til að auka við náttúrulega dagsbirtu, sem við vitum að bætir vellíðan. Allar vörurnar eru einfaldar í notkun; engin þörf fyrir nýjar rafmagnssnúrur eða rafvirkja.


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X