BJÖRN BLOCK,
VIÐSKIPTASTJÓRI IKEA HOME.
Vörurnar gera okkur kleift að hafa betri lýsingu heima við á auðveldan hátt og viðráðanlegu verði. Betri lýsing þýðir rétt lýsing fyrir allar athafnir eða lýsing sem skapar réttu stemninguna. Betri lýsing getur einnig veitt okkur öryggistilfinningu. Allar vörurnar eru einfaldar í notkun og engin þörf er á að tengja snúrur eða ráða rafvirkja.
Allt sem þarf til að hægt sé að nota TRÅDFRI vörurnar, er að skipta gömlu ljósaperunum út fyrir LED ljósaperur sem innifaldar eru í pakkanum, og þú getur strax breytt birtustiginu með fjarstýringunni.
Veldu lýsingu fyrir morgnana, aðra fyrir kvöldin og þá þriðju fyrir matreiðsluna eða heimavinnuna. Deyfðu, slökktu, kveiktu og skiptu úr heitri yfir í kalda birtu með fjarstýringunni eða appinu. Ljósastýringin inniheldur líka LED ljósapanila og -hurðir, ef þig vantar, eða einfaldlega langar til að auka við náttúrulega dagsbirtu, sem við vitum að bætir vellíðan. Allar vörurnar eru einfaldar í notkun; engin þörf fyrir nýjar rafmagnssnúrur eða rafvirkja.
Vöru bætt við óskalistinn þinn
Vara fjarlægð frá óskalistinn þinn