Heimili sem eru í snertingu við náttúruna eru yfirleitt aðlaðandi og notaleg. Með náttúrulegum hráefnum eru ýmsar leiðir til að mynda jarðtengingu á heimilinu. Við fengum innanhússhönnuð hjá IKEA til að deila nokkrum fagráðum sem kalla fram náttúrulegt útlit og andrúmsloft.

 

Við tókum eftir því að það er mikið af hörefni á heimilinu. Er einhver ástæða fyrir því?

“„Hör er fallegt efni, það andar og er að auki gott fyrir umhverfið. Á heimilinu eru hörgardínur sem milda bæði dagsbirtu og rýmið. Hör verður mýkra með hverjum þvotti og kemur vel út óstraujað. Tilvalið í rúmföt, sérstaklega ef þú þarft að þvo þau oft – til dæmis ef þú átt börn.“

Skoðaðu gardínur

Hvernig er plöntum stillt upp á heimilinu?

„Í stað þess að dreifa plöntunum um heimilið bjuggum við til lítinn skóg á einu svæði með góðri náttúrulegri birtu. Plönturnar eru sælar og það er auðveldara að vökva þær allar í einu. Að auki kemur þetta mjög vel út og býr til áhugavert skot.“

 

Tölum um geymslupláss! Hvernig leystuð þið það á þessu huggulega heimili?

„Þó gegnsæir plastkassar séu gagnlegir þá kýs fjölskyldan frekar körfur úr náttúrulegu hráefni og mjúkar textíltöskur. Þær bjóða upp á gott hirslupláss og eru í stíl sem passar inn á heimilið.“

Skoðaðu körfur

Hvaða munum er stillt upp á heimilinu?

„Sumar fjölskyldur safna antíkgripum en hér má finna ýmsa fjársjóði sem þær hafa fundið í náttúrunni. Viðkvæmir hlutir á borð við þurrkuð blóm eru til sýnis í glerskápum og því vel varin.“

 

Skoðaðu glerskápa

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X