Fyrirtækjaþjónusta IKEA sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki í öllum stærðum og gerðum við að finna snjallar og snotrar lausnir sem hæfa bæði persónulega stíl fyrirtækisins og starfsemi þess. Hér er eitt dæmi um slíkt samstarf, myndirnar eru úr líftæknifyrirtækinu ORF Líftækni sem flutti nýlega starfsemi sína og fékk Fyrirtækjaþjónustu IKEA, ásamt útstillingadeild IKEA, til að aðstoða sig við að innrétta nýju húsakynnin.

Stílhreint og bjart

Starfsemi ORF Líftækni er fjölbreytt og krefst mismunandi lausna eftir því hvort aðstaðan hýsir rannsóknar- og þróunarhluta fyrirtækisins, mötuneyti, söludeild eða móttöku. Fyrirtækjaþjónustan, auk útstillingadeildar IKEA, aðstoðuðu við að velja húsmuni og skapa rétta stemningu. Hér fær birtan að njóta sín í samspili við léttan húsbúnað.


Að sögn Ingimundar Árnasonar, framleiðslustjóra ORF, gekk samstarfið með mestu ágætum.

„Það hefur verið gott samspil á milli aðila og gengið vel að kasta hugmyndum á milli. Útkoman er góð og í takti við það sem við höfðum vonast eftir.“Aftur efst
+
X