Borðplatan er klædd þynnu sem er endingargóð og er auðvelt að þrífa.
Þetta veggfesta felliborð rúmar tvo á þægilegan hátt og er með hirslu með stillanlegum hillum þar sem þú getur geymt nauðsynjavörur fyrir daglega notkun.
Stílhrein hönnunin passar með flestu og gefur smáhlutunum, sem þú fyllir hirsluna með, kleift að njóta sín.
Tekur ekkert gólfpláss þegar það er í notkun og hirslan er alltaf aðgengileg.
Hirsla með hillum sem hægt er að færa. Gott að geyma borðbúnað, skrifstofuvörur, hleðslutæki eða skrautmuni. Ein hillan er með haldara fyrir diska, bækur og slíkt.
Litli hreyfanlegi bakkinn hentar vel fyrir blýanta, hnífapör eða aðra smáhluti.
Þú getur hengt allt frá diskaþurrkum til heyrnartóla á snagana á hliðunum.
Þrjár hillur og bakki úr dufthúðuðum léttmálmi.
Hlýleg beykihilla sem hentar vel fyrir viðkvæma hluti eins og diska eða spjaldtölvur því hún heldur við hlutina.