5 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Stillanlegar hillur úr hertu gleri sem gera þér kleift að laga rýmið að þínum þörfum.
Innbyggð vifta dreifir loftinu um allan kæliskápinn og viðheldur jöfnu hitastigi, þannig getur þú geymt hvaða matvæli sem er, hvar sem er í skápnum.
Stafrænn skjár sýnir greinilega stillingar. Til dæmis hitastig og viðvörunarmerki.
Með hraðfrystistillingunni getur þú lækkað hitastigið hratt, til að viðhalda ferskleika matvælanna og varðveita næringarefni, jafnvel þó magnið sé mikið.
Hitamælir lætur þig vita með hljóði ef eitthvað fer úrskeiðis eða ef hitinn hækkar skyndilega.
Innbyggð LED lýsing lýsir upp hvert horn. Ljósgjafi án viðhalds, á að endast allan líftíma tækisins og auðveldar þér að sjá innihaldið.
Hraðkælingarstillingin gerir þér kleift að kæla matvæli og drykkjarföng hratt, hentar sérstaklega vel eftir stórinnkaup.
Innbyggður kæli-/frystiskápur; bættu við hurð sem passar við eldhúsinnréttinguna.
Sjálfvirka afþíðingin kemur í veg fyrir rakamyndun og því myndast ekki hrím eða klaki á matvælum eða í frystihólfinu.
Kælirinn gefur frá sér viðvörunarljós og -hljóð ef hurðin er opin lengur en í 5 mínútur.
Fjarverustillingin gerir þér kleift að hafa tóman kælinn lokaðan á meðan þú ert í burtu, án þess að það komi vond lykt. Ísskápurinn sparar mikla orku og frystihólfið virkar eins og venjulega.
Þegar stillt er á flöskukælingu gefur kæliskápurinn frá sér hljóð þegar kælitíminn er liðinn. Kæliskápurinn hentar því vel til að kæla niður drykkjarflöskur eða mat.
Einfalt er að setja upp en ekki þarf að mæla vegna rennihurða. Sniðmát hjálpa þér að setja hann upp rétt.