Nýtt
BRÄNNBOLL
Leikjahægindastóll,
grátt/skærgult

17.950,-

Þessi vara er væntanleg

BRÄNNBOLL
BRÄNNBOLL

BRÄNNBOLL

17.950,-
Vefverslun: Uppselt
Einfaldur en glæsilegur hægindastóll sem fylgir hreyfingum þínum. Þú getur hallað honum, ruggað til hliðar og fram og til baka.
BRÄNNBOLL leikjahægindastóll

Fyrir tölvuleiki og allt annað

Nú til dags eru tölvuleikir spilaðir hvenær sem er, á mismunandi vettvöngum, hvort sem spilarinn er einn eða með fleirum og hvar sem er á heimilinu. Með BRÄNNBOLL vildum við hanna húsgögn og aukahluti sem uppfylltu þessar fjölbreyttu þarfir – með heimilislegu yfirbragði.

Philip Dilé, sem vinnur við vöruþróun, var hluti af því að rannsaka nýjar þarfir spilara. Hans sýn: Þessar vörur verða að virka vel fyrir leiki og bæta við upplifunina, en þær ættu einnig að falla vel inn í heimilið þegar ekki er verið að spila. Sérstaklega þegar spilarar og ekki spilarar búa saman og það er skortur á plássi. „Þess vegna er möguleikinn á að breyta hlutverkinu auðveldlega svo mikilvægur! Þetta snýst um tvennt, hönnun og notagildi,“ segir Philip. „Sveigjanlegir, hreyfanlegir hlutir skipta sköpum og það gerir útlitið líka.“

Spilamennska þarf ekki að vera alsvört

Hönnuðirnir okkar hófu vinnuna. Ein þeirra, Marta Kuprińska, hafði innsæið að leiðarljósi. Hvað sá hún fyrir sér? Liti. „Ég vildi vera djörf. Ég var jafnvel svolítið uppreisnargjörn þegar ég hannaði hægindastólinn. Þegar grá frumgerðin kom frá verksmiðjunni laumaðist ég til að setja skærblátt áklæði yfir stólinn áður en ég kom honum inn á hönnunardeildina. Þegar fólk sá þetta var það með mér í þessu!“ „En ef þú fílar ekki blátt þá fæst hann líka í dökkgráu,“ bætir Marta við og hlær.

Nægir eiginleikar

BRÄNNBOLL línunni er ætlað að sinna mismunandi verkefnum á heimilinu. Hún snýst þó ekki um að fylla vörur með eiginleikum. Galdurinn er að finna jafnvægi. „Eins og með hægindastólinn. Notaðu hann sem venjulegan hægindastól eða hallaðu þér þægilega aftur í leik sem dregst á langinn. Hjólin auðvelda þér að endurskipuleggja rýmið þegar þörf krefur,“ segir Marta. Þú þarft ekki að vera spilari til að nota og elska þessar vörur. Nákvæmlega hver mun nota þær og hvernig. Við vitum það ekki alveg. „En í því felst spennan! Ég elska þegar fólk notar vörurnar okkar á óvæntan hátt.“

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

David Wahl, hönnuður

„Ég heillaðist af því hvernig fólk hreyfir sig þegar það spilar tölvuleiki. Sérstaklega í kappakstursleikjum þegar hverri sveigju í brautinni er fylgt. Þess vegna ákvað ég að hanna stól sem fylgir hreyfingum þess sem situr í honum. BRÄNNBOLL leikjahægindastóllinn er með sæti sem hægt er að hreyfa áfram, aftur á bak og til hliðar. Það má segja að þú og stóllinn verði eitt, sem ýtir undir skemmtilega tölvuleikjastund.“


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X