LILLREVET
Handsturta, ein stilling,
hvítt

595,-

495,-

Energy efficiency class

Nýtt lægra verð


LILLREVET
LILLREVET

LILLREVET

595,-
495,-
Vefverslun: Uppselt
Handsturtan er með stillingu sem dreifir vatninu jafnt yfir stærra svæði og gerir sturtuferðina notalega. Innbyggð sía heldur vatnsflæðinu jöfnu og dregur úr vatns- og orkunotkun.
LILLREVET handsturta, ein stilling

Okkar sýn á plast

Plast er sá efniviður sem við hjá IKEA notum hvað mest og við munum halda því áfram. Það er sterkt, endingargott, létt og fjölhæft. Plastið er í ýmsum hlutverkum hjá okkur, oft er það aðalefnið í vörunni eða í yfirborðsefnum eins og málningu og þynnu en einnig í íhlutum eins og skrúfum og hillupinnum. Það þarf að gæta að því hvaða áhrif plast hefur á umhverfið og IKEA tekur þeim áskorunum mjög alvarlega. Sem hluti af vegferð okkar til hringrásarkerfis, og áætlun okkar um að víkja frá notkun efniviðar sem byggður er á hráolíu, vinnum við hörðum höndum að því að breyta öllu plasti sem notað er í vörurnar okkar í plast sem unnið er úr endurunnum og/eða endurnýjanlegum hráefnum.

Eingöngu endurunnið eða endurnýjanlegt plast

Plast er að mestu leyti framleitt úr olíu eða gasi sem eru óendurnýjanleg jarðefni. Þessar auðlindir endurnýjast ekki og munu að endingu tæmast. Við höfum sett okkur það markmið að fyrir 2030 verði allt plast sem notað er í vörurnar okkar vera unnið úr endurnýjanlegum eða endurunnum efnum. Endurnýjanlegt plast er unnið úr efnum eins og jurtaolíu, maís, hveitikorni eða sykurreyr. Endurunnið plast gerir okkur kleift að gefa ólífbrjótanlegum vörum eins og PET-flöskum annað líf í stað þess að enda í landfyllingu. Endurunnin efni gera það að verkum að við þurfum minna að reiða okkur á olíu sem hráefni. Eins og er eru meira en 40% af plastvörunum okkar úr endurunnu og endurnýjanlegu plasti og við stefnum á að ná því upp í 100%. Þegar við bætum vörum úr endurunnum og endurnýjanlegum efnum við vöruúrval okkar vonumst við til þess að það hafi hvetjandi áhrif á önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama.

Drögum úr notkun á einnota plasti

Vörur úr einnota plasti hafa mengandi áhrif á umhverfið sé þeim ekki fargað á réttan hátt. Sem hluti af umhverfisstefnu okkar voru einnota plastvörur teknar úr vöruúrvali okkar árið 2020. Það náði einnig yfir diska, glös og sogrör sem í boði voru á veitingastöðunum okkar. Þeim hefur nú verið skipt út fyrir vörur úr 100% endurnýjanlegum hráefnum.

PET- og PP-plast eru þær plasttegundir sem við notum mest

Pólýetýlen terephthalat (PET) og pólýprópýlen (PP) eru endingargóðar, hreinlátar og höggþolnar plasttegundir. Þar draga ekki mikinn vökva í sig og þola vel ýmis efni. Bæði PET og PP er hægt að endurnýta og endurvinna sem dregur úr úrgangi ásamt því sem endurnýting veitir vörunni lengri endingartíma. PET er það plast sem mest er notað í heiminum og það er meðal annars notað í plastflöskur og ílát fyrir matvæli, drykkjarvörur, hreinlætisvörur, lyf og fjölda annarra neytendavara. Við hjá IKEA notum PET aðallega í kassa, fylliefni fyrir vefnaðarvörur og yfirborðsþynnur á eldhúsframhliðar. PET er samþykkt til notkunar fyrir matvæli og drykkjarföng af heilbrigðisyfirvöldum. Við hjá IKEA notum endurunnið PET-plast sem er unnið úr flokkuðum PET-flöskum sem hafa borist til endurvinnslu.

Hreint og öruggt

IKEA leggur mikla áherslu á öryggi og allar vörurnar okkar eru prófaðar til að tryggja að þær standist ströngustu lög og öryggisstaðla á öllum okkar mörkuðum. Viðskiptavinir IKEA eiga að geta reitt sig á að allar vörur sem keyptar eru í IKEA séu öruggar og án skaðlegra efna. IKEA lágmarkar eða bannar (þegar mögulegt er) notkun á öllum efnum og efnasamböndum sem geta haft skaðleg áhrif á fólk og umhverfi.

Saman getum við gert meira

Vegferð okkar í átt að því að nota einungis endurunnið eða endurnýjanlegt plast mun taka tíma og krefjast nýrra leiða í að gera hlutina, en við erum staðráðin í því að taka ábyrgð og finna nýjar lausnir. Við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á vörur úr sjálfbærari efnum sem hægt er að endurvinna aftur síðar. Saman getum við skipt sköpum!

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er ABS-plast?

ABS-plast er sterkt og stöðugt efni með gljáandi yfirborð – og það hentar vel í ýmsa hversdagslega hluti eins og hnífaparaskúffur, eldhúsáhöld, tannburstaglös og snaga á baðherberginu. ABS-plast er unnið úr olíu, sem er óendurnýjanlegt hráefni, en við vinnum stöðugt að framþróun og notum sífellt meira af endurunnu ABS-plasti í vörurnar okkar. ÞAð er mikilvægt skref í átt að markmiði okkar að nota eingöngu plast sem er endurunnið eða unnið úr endurnýjanlegum auðlindum.

Energy and Resources

Vissir þú að með því að nota vatn skynsamlega getur þú lækkað hitaveitureikninginn og tekið þátt í að draga úr loftslagsbreytingum?

Upphitun vatns er allt að 25% af orkunotkun heimilisins á köldum svæðum. Með því að nota vatna á skilvirkan hátt dregur þú úr orkunotkun og um leið kolefnislosun. Leitaðu eftir orkumerkingu og hafðu áhrif á vatnsnotkun þína. Merkingarnar eru litakóðaðar og sýna hversu mikla orku og vatn varan notar. Vörur með grænar merkingar nota minna en rauðmerktar. Nánari upplýsingar er að finna á www.uwla.eu.

Low price

Þú þarft ekki að eyða meira til að spara vatn og orku

LILLREVET handsturtan kostar minna en þó er hún einnig með smáan þrýstijöfnunarbúnað (PCW) sem dregur úr vatnsflæði en heldur þrýstingi, líkt og allar handsturtur og sturtuhausar hjá okkur. Það þýðir að þú sparar allt að 30% af vatni og orku í hvert sinn sem þú skrúfar frá sturtunni. Þetta er hluti af viðleitni okkar til varðveislu vatns. Því hver dropi skiptir máli.

Eiginleikar

Sturta eftir þínu höfði

Sturtuhausarnir og handsturturnar okkar veita þér þau þægindi sem henta þér þar sem sturturnar eru með eina, þrjár eða fimm stillingar. Viltu jafnt flæði sem nær yfir mikið svæði; kraftmikið flæði; nudd eða léttan úða. Þú getur einnig blandað saman stillingum. Öll sturtutækin búa yfir búnaði sem dregur úr vatnsnotkun og gefur þér jafnt flæði, jafnvel þegar vatnsþrýstingurinn breytist.

Coordination

Allt sem þú þarfnast fyrir frábæra sturtuferð

Við bjóðum upp á gott úrval af öllu sem þú þarft fyrir notalega sturtuferð. Blöndunartæki í sturtur eru ávallt köld viðkomu. Sturtuhausinn og handsturtan eru með ýmsum stillingum og þau eru með þrýstijöfnun sem dregur úr vatns- og orkunotkun um allt að 30%. Þú finnur aukahluti á baðberbergið sem koma skipulagi á brúsa og flöskur og eru í stíl við sturtutækinn. Að auki bjóðum við upp á tíu ára ábyrgð á blöndunartækjum og þriggja ára ábyrgð á stangir, slöngur, sturtuhausa og handsturtur.

Sjálfbærara líf heima

Þvoðu þér með hreinni samvisku

Allar handsturtur og sturtuhausarnir okkar eru með smáum þrýstijöfnunarbúnaði (PCW) sem dregur úr vatnsflæði en heldur þrýstingi. Þetta er hluti af okkar viðleitni til að varðveita vatn. Við ætlum okkur að verða vatnsvænleg fyrir 2020, sem þýðir að við munum varðveita meira vatn en við notum. Því skiptir hver dropi máli í vatnssparnaði okkar.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X