KURA
Rúmtjald,
mynstrað, markaðsbásar

3.490,-

Magn: - +
KURA
KURA

KURA

3.490,-
Vefverslun: Til á lager
Komdu við og kauptu svalandi vatnsmelónu og ís! Rúmtjaldið er örugg leið til að örva ímyndunarafl og hlutverkaleik. Úr pólýester (þar af eru minnst 90% endurunninn) og passar á KURA rúm.
KURA rúmtjald

Markaðurinn er opinn!

„Kauptu ísinn þinn hér!“ Börn um allan heim elska að leika sér í búðarleik – og að byggja kofa. Með KURA rúmtjaldinu geta þau gert bæði og breytt svæðinu í kringum rúmið í þrjá fullhlaðna sölubása. Staður þar sem ímyndunaraflið getur flætt frjálst á meðan hlutverkaleikurinn spilar mikilvægan þátt í þroska barnsins.

KURA rúmið, sem er bæði hægt að hafa hátt og lágt, hefur verið í uppáhaldi hjá okkur í mörg ár og við vitum að mörg börn nota það sem sinn eigin einkakrók þar sem þau geta leikið sér og byggt kofa. Við höfum áður komið með skemmtileg barnatjöld fyrir KURA rúmið. „Við vildum búa til eitthvað sem gæti komið leiknum af stað svo að við gerðum tjald með þremur markaðsstöndum sem eru fullir af spennandi hlutum til að kaupa,“ segir Anna Edlundh, sem starfar við vöruþróun hjá IKEA.

Mikið um að vera í litlu rými

Það er hægt að nota rúmtjaldið hvernig sem rúmið snýr og það festist auðveldlega á rúmgrindina með krókum og lykkjufestingum. Þegar það þarf að gera hlé á leiknum geturðu rennt tjaldinu til hliðar. Anna útskýrir hvernig myndirnar örvar ímyndunaraflið og passa vel með leikfangamatnum og eldhúsbúnaðinum í DUKTIG vörulínunni. „Allir markaðsstandarnir eru opnir þannig að börnin geta leikið sér bæði að innan og utan, boðið upp á kaffi, afhent ís eða skipst á að vera sölumaður eða viðskiptavinur.“ „Allir markaðsstandarnir eru opnir svo börnin geta leikið báðum megin við tjaldið, boðið upp á kaffi, afhent ís eða skipst á að vera sölufólk eða viðskiptavinur.“

Hlutverkaleikur – jafn mikilvægur og skemmtilegur

Leikfangabúð er, eins og allir aðrir hlutverkaleikir, leið fyrir börn til að prófa mismunandi hlutverk og vinna úr því sem þau hafa upplifað yfir daginn. Sérfræðingar í þroska barna segja að þegar þau herma eftir okkur fullorðna fólkinu séu þau að æfa sig í samskiptum við aðra og læra að skilja hvernig heimurinn í kringum þau virkar. „Er ekki frekar ótrúlegt að hlutverkaleikurinn sé mikilvægur hluti af þroska barna,“ segir Anna. „Á sama tíma er hann svo skemmtilegur og fullur af ímyndunarafli.“

Sjá meira Sjá minna

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X