Barnastóll auðveldar litlum börnum að sitja við sama borð og fullorðnir og hjálpar þeim að þróa með sér borð- og mannasiði.
Stendur stöðugt, líka á ójöfnu gólfi, þar sem fæturnir eru stillanlegir
Við gerum okkur grein fyrir því að húð barnsins er afar viðkvæm, en engar áhyggjur. Þessi vara hefur verið prófuð og samþykkt og er algjörlega laus við öll efni sem gætu skaðað húð eða heilsu barnsins.
Breið L-laga grind skapar meira rými í kringum stólinn og gerir hann stöðugan þannig að hann veltur ekki þegar barnið klifrar upp til að setjast eða klifrar niður.
Öryggisbeltið sem fylgir með er hannað þannig að það klemmir ekki barnið þegar þú spennir það í barnastólinn. Með því að ýta á einn takka getur þú auðveldlega losað barnið með annarri hendi.
Stóllinn er í fullkominni hæð fyrir barnið svo það geti setið við matarborðið. Þannig geta allir notið matartímans saman.
Þú getur staflað saman stólunum eða ýtt þeim undir borð til að spara pláss þegar þeir eru ekki í notkun.
Tvær fótaslár auðvelda barninu þínu að klifra í og úr stólnum þannig að barnið upplifir meira sjálfstæði.
Yfirborðið er slétt og með engum krókum eða kimum sem erfitt er að ná til og því er auðvelt að þrífa stólinn.
Settu KOLON gólfhlíf undir stólinn til að auðvelda frágang eftir matartímann.
Það er auðvelt að fjarlægja sætið á barnastólnum þegar þú vilt breyta honum þannig að hann henti barninu þegar það er eldra og þarf ekki á stuðningnum að halda.