Bæði skrifborðið og útdraganlega hirslan eru nægilega sterkbyggð til að þola bækur og annað sem á það til að enda á og við borðið.
Með útdraganlegri hirslunni fylgir halda sem þú festir á án þess að bora. Þú getur valið að nota aðra höldu eða hnúð úr SMÅSTAD línunni til að samræma við annað í herberginu, selt sér.
Öll horn eru rúnnuð til að þú og barnið geti forðast hvassar brúnir.
Skrifborðið er 74 cm hátt sem er hentugast samkvæmt rannsókn í vinnuvistfræði. Ef þú þarft að aðlaga setstöðu barnsins getur þú hækkað eða lækkað skrifborðsstólinn.
Borðplatan er nægilega stór til að rúma skjá og aukahluti úr ÖVNING og MÖJLIGHET línunum (seldir sér).
Í útdraganlegu hirslunni eru þrjár rúmgóðar hillur fyrir bækur, A4-möppur og annað sem þú vilt hafa úr augsýn.
Hægt er að fest útdraganlegu hirsluna hægra eða vinstra megin.
Á styttri hlið skrifborðsins er málmslá þar sem þú getur það sem þú vilt hafa við höndina með LÄTTHET snögum með klemmu (2 í pk.), seldir sér.
Skrifborðsplata þarf að þola ýmislegt. Því er lakkað yfirborðið einstaklega endingargott.
Þú getur bætt við SKÅDIS hirslutöflu ef barnið vill geta hengt upp minnismiða eða myndir fyrir ofan skrifborðið – það er auðvelt að festa hana við borðið með tengistykkjum eða beint á vegg. Selt sér.