ÖVNING línan samanstendur af snjöllum og sveigjanlegum vörum sem auðvelda lærdóminn á skemmtilegan hátt og hjálpar barninu að koma sér að verki, halda orkunni í hámarki og breyta um stöðu á meðan það vinnur.
IKEA styður réttindi barna til menntunar og leiks. Við höfum lært bæði frá börnum og sérfræðingum að blanda af námi, leik og hreyfingu stuðlar að betri námsárangri.
Lokar á forvitin augu og dempar hljóð því skilrúmið er úr hljóðeinangrandi efni.
Þú getur valið að fletta út öllum þremur hliðunum eða bara tveimur, til dæmis ef þú vilt örlítið meira ljós.
Með litlum hólfum og teygjum þar sem barnið getur geymt hinar ýmsu skrifborðsvörur og fest upp stundatöflu eða uppáhaldsmyndirnar til að gera hirsluna persónulegri.
Skilrúmið gerir barninu kleift að stjórna vinnusvæðinu sínu, sem eflir einbeitingu og sjálfstæð vinnubrögð.
Í efstu röð fyrir miðju er vasi fyrir farsímann – í góðri fjarlægð til að læra eða til að spjalla við skólafélaga.