ÖVNING línan samanstendur af snjöllum og sveigjanlegum vörum sem auðvelda lærdóminn á skemmtilegan hátt og hjálpar barninu að koma sér að verki, halda orkunni í hámarki og breyta um stöðu á meðan það vinnur.
IKEA styður réttindi barna til menntunar og leiks. Við höfum lært bæði frá börnum og sérfræðingum að blanda af námi, leik og hreyfingu stuðlar að betri námsárangri.
Fótskemillinn lyftir upp fótum barnsins þannig að þeir séu beinir og slakir þegar það sinnir heimanáminu, en það hjálpar barninu að venja sig á að sitja rétt.
Rúnnaða lagið hvetur barnið til að rugga fótunum á fullkomlega náttúrulegan hátt.
Hentar vel til þess að skipta um vinnustöðu við skrifborðið eða á gólfinu.
Unglingar og fullorðnir geta einnig notað skemilinn til að styðja við bak, hné og ökkla.
Stöm áferð áklæðisins heldur skemlinum á sínum stað.
Léttur og því auðvelt að færa til.
Hægt er að fjarlægja áklæðið og þvo í þvottavél.
Ef unnið er í óþægilegri stöðu til langs tíma getur það leitt til þreytu, spennu og verkja. Vinnuvistfræðilega aðlagað vinnusvæði stuðlar að betri heilsu, sköpun, einbeitingu og námi.