Þú getur haldið snúrunum til haga með því að leiða þær í gegnum snúrugeymsluna á milli fram- og afturfótanna.
Yfirborð klætt melamínþynnu er endingargott, fær síður á sig bletti og er auðvelt að þrífa.
Stillanlegir fætur auka stöðugleika skrifborðsins, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Hægt er að setja snagann hægra eða vinstra megin á skrifborðið og hengja tösku eða heyrnartól.
Hillan skapar pláss á skrifborðinu og er góður staður fyrir blöð, liti, bækur eða smáhluti.
Standur fyrir síma eða spjaldtölvu sem auðveldar þér að læra, vinna, skoða á netinu eða horfa á bíómyndir án þess að þurfa að halda á tækinu.
Litla hillan neðst er fullkomin fyrir penna og aðra smáhluti.
Skrifbrettið hentar vel sem stuðningur undir stílabók eða bók. Þú getur síðan hengt það yfir tússtöfluna þegar það er ekki í notkun.
Skúffurnar eru tilvaldar fyrir penna, skrifblokkir og smáhluti sem þarf að hafa við höndina þegar barnið lærir heima. Renna mjúklega og eru með stoppara svo þær haldist á sínum stað.