Öll mjúkdýr eru góð í að knúsa, hughreysta og hlusta og þeim finnst gaman að leika og stríða.
Við vitum að mjúkdýrin okkar eiga að þola mörg ár af ást. Því höfum við valið þægileg efni, saumað augun í og látið þau gangast undir strangar prófanir – ásamt því að tryggja að þau séu laus við öll skaðleg efni.
Úr endurunnu pólýester sem er mjúkt og þægilegt fyrir viðkvæma húð.
Hunangsflugur eru nauðsynlegar fyrir allt líf á jörðinni því þær gera blómum og ávöxtum kleift að fjölga sér. Passaðu því vel upp á þær – bæði heima og í náttúrunni.
Góð gjöf fyrir börn sem hafa ástríðu fyrir skóginum og dýrunum sem eiga heima þar.
Leikföngin, vefnaðarvörurnar og aukahlutirnir í SKOGSDUVA línunni vekja upp forvitni og hvetja börn til að kynna sér undraheim norrænna skóga.
Það er auðvelt að hengja fluguna upp með lykkjunni en hún má þó ekki vera nógu lágt niðri þannig að ungbörn nái til hennar.