LUSTIGT
Píluspil

2.990,-

Magn: - +
LUSTIGT
LUSTIGT

LUSTIGT

2.990,-
Vefverslun: Til á lager
Þetta píluspil hentar vel til að spila með yngri börnum. Litlu fígúrurnar eru með frönskum rennilás á kollinum – og þar sem píluspjaldið er með sitthvort útlitið á hliðunum er hægt að kynnast bæði númerum og litum.
LUSTIGT píluspil

Meiri leikur í lífinu

Með LUSTIGT línunni vildum við færa börnum jafnt og fullorðnum meiri leik og gleði. Það eru ýmsir leikir og leikföng sem auðvelda bæði börnum og fullorðnum að finna tíma fyrir leik og samveru dagsdaglega – sama hvort það snýst um að einbeita sér að púsluspili eða fjörugur leikur við að kasta boltum í hvort annað. Börn alls staðar að komu okkur til aðstoðar, enda hinir sönnu sérfræðingar þegar það kemur að leik og gleði.

Manst þú eftir töfrandi stundum frá æsku þar sem þú varst við leik og tíminn virtist fljúga fram hjá þér? Þú varst kannski með hugann við rallýbíla eða sparkandi bolta með vinum þar til þú þurftir að fara heim að borða. Leikur sameinar börn alls staðar að og hugsanlega er einmitt mesta þörfin á honum núna. Amanda Lundqvist vinnur hjá Barna IKEA: „Á tímum þar sem bæði börn og fullorðnir lifa streituvaldandi lífi getur leikur stuðlað að áhyggjuleysi. Þess vegna vildum við hvetja til meiri leiks í lífinu" Þannig varð LUSTIGT til, breið lína af alls konar vörum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í línunni eru púsluspil, vefstóll, sippuband með LED ljósum, kúluspil með mjúkum boltum og margt fleira til að spila og leika með heima – þrátt fyrir takmarkað pláss.

Daglegt líf verður leikur einn

Alls unnu átta hönnuðir að LUSTIGT línunni. Einn af þeim er Henrik Preutz en hann einbeitti sér að líkamlegum spilum og fékk mikla aðstoð frá sjö ára dóttur sinni til að prófa hugmyndir sínar af mismunandi leikum. „Líkt og flest börn býr hún yfir frjóu ímyndunarafli og elskar að búa til eigin reglur", segir Henrik hlægjandi. „Þess vegna hannaði ég kúluspilið, píluspilið og aðra leiki sem gera þér kleift að spila án þess að þurfa að spila eftir ákveðnum reglum." Henrik fær mikinn innblástur frá eigin hversdagslífi með börnunum og vill hvetja til hláturs og leiks á heimilinu. Boltaleikurinn með franska rennilásnum er gott dæmi um það. Leikurinn snýst um að fara í vesti með frönskum rennilás og forðast mjúka bolta sem andstæðingur þinn kastar í þig. „Það er svo frábært að finna hjartað slá hraðar og gleyma sér í leik", segir Henrik.

Frá sjónarhorni barnsins

Allar vörur í Barna IKEA eru skipulagðar í þaula – við fáum aðstoð frá sérfræðingum og nýjustu rannsóknum um skilning á þroska barna og þarfir. Við hlustum einnig á börnin sjálf. Bæði börn sem eru í kringum okkur, eins og dóttur Henrik, og börn frá mismunandi menningarheimum. Fyrir LUSTIGT línuna fengum við aðstoð frá börnum og hópum í Helsinki og Shanghai sem léku sér með alla hlutina og gáfu okkur svo heiðarlega umfjöllun. Þrátt fyrir að lykilatriðið við LUSTIGT línuna hafi verið að höfða til barna vonum við að foreldrar og aðrir fullorðnir kunni einnig að meta hana. „Rannsóknir sýna að bæði börn og fullorðnir vilja eyða meiri tíma saman", segir Amanda. „Ef þú finnur stundir til að leika þér á einfaldan hátt er ég viss um að hversdagsleikinn þinn verði enn betri."

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Henrik Preutz, hönnuður

„Börnin mín færa mér mikinn innblástur og ég vil hvetja til meiri hreyfingar, hláturs og leiks með leikjunum í LUSTIGT línunni. Tökum eltingaleikinn sem dæmi. Í honum hleypur þú og eltir aðra á meðan þú reynir að hitta bolta í vesti andstæðings. Þar sem börn elska að búa til eigin reglur hannaði ég leikinn þannig að þú getur leikið hann eftir eigin höfði. Hver veit, kannski getur karfa láta óhreinan þvott og leikföng hverfa á augabragði?“

Samantekt

Meiri leikur í lífinu

Við vildum hvetja til leiks og lífsgleði með LUSTIGT línunni. Það eru leikir og leikföng sem auðvelda börnum og fullorðnum að njóta samveru dagsdaglega. Börn alls staðar að komu okkur til aðstoðar – sönnu sérfræðingarnir þegar það kemur að leik og gleði.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X