Öll mjúkdýr eru góð í að knúsa, hughreysta og hlusta og þeim finnst gaman að leika og stríða.
Passar jafnt fyrir stórar hendur sem og smáar.
Þegar við hönnuðum vöruna hittum við skapandi börn og fengum hugmyndir frá þeim. Skoðanir barna hjálpa okkur að taka ákvarðanir og bæta vörurnar. Þau eru náttúrulega sérfræðingarnir.
Ertu til í ævintýri? Hvort sem það er saga fyrir háttinn eða spennandi uppsetning á frumsömdu leikriti þá koma þessar þrjár skemmtilegu handbrúður til með að veita innblástur og efla ímyndunaraflið.
Börn þjálfast í félagsfærni með því að bregða sér í ýmis hlutverk í hlutverkaleikjum.
Handbrúðurnar hjálpa yngstu börnunum að velta fyrir sér litum, formum og dýrahljóðum. Hvað segir tígrisdýrið?