SPISIG
Leikfangaeldhús með gardínum,
55x37x98 cm

8.990,-

5.990,-

SPISIG
SPISIG

SPISIG

8.990,-
5.990,-
Vefverslun: Uppselt
Ef kokkurinn verður leiður á matreiðslunni er auðvelt að breyta leikfangaeldhúsinu í búð eða brúðuleikhús. Ímyndaðu þér ef það væri hægt í raunverulegu eldhúsi. Hversu skemmtilegt væri það?
SPISIG leikfangaeldhús með gardínum

Leikfangaeldhús fyrir endalausa leiki

Börn elska að herma eftir fullorðna fólkinu í kringum þau. Þú gerðir þetta örugglega á yngri árum og nú eru það kannski börnin þín sem eru að breyta stofunni í kaffihús eða verslun. Hugmyndin með SPISIG leikfangaeldhúsinu var að hvetja til þessa hlutverkaleiks og við báðum hönnuðinn Maria Gustavsson að athuga hvernig við gætum búið til lítið leikfangaeldhús sem myndi hámarka leikinn.

Það er mikilvægt fyrir börn um allan heim að herma eftir fullorðnum og fara í hversdagslega hlutverkaleiki. Hlutverkaleikur er skemmtileg leið fyrir barnið til að vinna úr hughrifum, skilja heiminn í kringum sig og efla félagsfærni, sérstaklega á aldrinum þriggja til sjö ára.

Leikið frá báðum hliðum

Hönnuðurinn Maria Gustavsson á tvö börn sem eru sex og tíu ára og því voru hlutverkaleikir þeirra henni í fersku minni þegar hún var beðin um að þróa SPISIG leikfangaeldhús. „Börnunum mínum fannst gaman að þykjast elda mat en einnig að reka verslun og veitingastað. Það gaf mér þá hugmynd að nota líka bakhlið leikfangaeldhússins og setja þar upp töflu til að skrifa matseðla á.“

Eldhús sem getur enst lengi

Verslun, kaffihús, veitingastaður eða brúðuleikhús … með því að gera SPISIG svona fjölhæft vildi Maria hvetja til mismunandi leikja þar sem bæði börn og fullorðnir gætu auðveldlega leikið saman. Margar fjölskyldur hafa takmarkað pláss og það er kostur ef hægt er að nota sama leikfangið á mismunandi hátt – og fyrir nokkur börn samtímis. „Það er góð tilfinning að leggja sitt af mörkum í leik barna,“ segir Maria. „Og vonandi verður SPISIG barnsins þíns að lokum látið ganga áfram til systkina eða vina fyrir enn meiri leik.“

Sjá meira Sjá minna

Efni

Hvað er trefjaplata?

Trefjaplata er stöðugt og endingargott efni sem unnið er úr afgöngum frá viðariðnaði. Hún er klædd endingargóðu lagi af málningu eða plastþynnu. Munurinn á mismunandi gerðum af trefjaplötum, eins og HDF og MDF, felst aðallega í þykktinni en einnig hversu höggþolnar þær eru. Þetta ákvarðar hvort við notum þær í rúmgrindur, sófa, eldhúsframhliðar, fataskápahurðir eða eitthvað annað.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X