UNDERHÅLLA
Trékubbar, 40 í setti,
marglitt

1.990,-

Magn: - +
UNDERHÅLLA
UNDERHÅLLA

UNDERHÅLLA

1.990,-
Vefverslun: Er að klárast
Þessir 40 kubbar úr gegnheilum við geta kennt barninu um form og liti á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Hversu margar mismunandi byggingar getur litli verkfræðingurinn þinn byggt (og rifið niður)?
UNDERHÅLLA trékubbar, 40 í setti

Leikur að læra

Leikur er umfram allt skemmtilegur en hann er einnig mikilvægur þáttur í þroska barna. Við hönnuðum UNDERHÅLLA til að ýta undir leik og nám á skemmtilegan og hvetjandi hátt. Línan inniheldur viðarleikföng til kennslu og spil með stöfum og tölustöfum – hluti sem geta gegnt mikilvægu hlutverki í heimi sem verður sífellt stafrænni.

„Já, það er mikilvægt að börn fái tækifæri til að leika sér og læra með mismunandi leikföngum og leikjum, bæði hefðbundnum og tölvuleikjum. Það þýðir fjölbreytni og frelsi fyrir börn,“ útskýrir Kristiina Kumpulainen. Hún er prófessor í menntunarfræðum og vísindalegur forstöðumaður leikjanámsmiðstöðvarinnar við Háskólann í Helsinki. Rannsóknir hennar beinast að því hvernig börn læra og hvernig hönnun hefur áhrif á námshæfileika þeirra.

Spil fyrir alla aldurshópa

Þegar við hönnuðum spilin í UNDERHÅLLA línunni þurftum við að finna réttu stærðina og letrið fyrir stafina og tölustafina svo þau væru skiljanleg og auðþekkjanleg fyrir alla aldurshópa. Þegar við leituðum ráða hjá Kristiina Kumpulainen ráðlagði hún okkur að bæta við þekktum táknum eins og húsum og hjörtum. „Þannig eru spilin líka gildandi fyrir lítil börn sem hafa ekki lært stafina enn. Börn eru uppfinningasöm og það er mjög gott ef það sem þau leika með sé ekki of takmarkað heldur hægt að nota á mismunandi vegu.

Leikur eykur færni

Spil, talnagrind, klukka og kubbar – allt í UNDERHÅLLA línunni er gert til þess að hvetja til leiks. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að þó börn séu bara að leika sér án nokkurra markmiða þá þróa þau um leið félagsfærni, tilfinningafærni, vitsmunanlega færni ásamt færni til að stjórna tilfinningum sínum. Sjálfsprottinn leikur er heilbrigð og góð leið til að læra og líða vel“, segir Kristiina. Það er sérstakt frelsi fólgið í hefðbundnum leikjum og leikföngum. Börn geta leikið með þau hvar sem er og hvenær sem er þar sem ekki er þörf á rafmagni eða nettengingu. Það getur verið mjög handhægt, ekki satt?

Sjá meira Sjá minna

Coordination

Leikur er lærdómur fyrir lífið

Fræðsluleikföngin í UNDERHÅLLA línunni gera nám að skemmtilegum leik. Talnagrindin hjálpar barninu að læra á mismunandi stærðfræðihugtök. Klukkan auðveldar því að læra litina, tölurnar og á klukku. Spilin gera stafrófið að skemmtilegum leik og með því að byggja úr litríkum kubbunum er auðveldara að skilja hvernig form og jafnvægi vinna saman. Leikföngin eru aðlöguð að litlum höndum, gangast undir ítarlegar prófanir og því getur þú treyst því að þau séu örugg.

Efni

Hvað er gegnheill viður?

Gegnheill viður er uppáhaldshráefnið okkar og hluti af skandinavískri arfleifð okkar. Hann er sígildur og hægt að nota í margt. Viður er endingargóður, fallegur og endurnýjanlegur, óháð tegund. Við leitumst við að nýta þetta hráefni á skynsaman og skilvirkan hátt til að forðast sóun – og við fjárfestum í aðstöðu og flutningum til að við getum aukið notkun á endurunnum við.


Bæta við vörum

Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X