Hægt er að nota rúmtjöldin hvernig sem rúmið snýr og hvar sem stiginn er staðsettur.
Þú þarft ekki að bora eða hætta á að fá varanleg för eftir lím á rúmið þar sem rúmtjöldin eru með frönskum rennilás sem þú festir á málmsnaga sem hengdir eru á rúmbríkina.
Þegar það er tími til að taka til eða hætta að leika er auðvelt að draga tjöldin til hliðanna með því að færa málmsnagana.
Rúmtjaldið er úr 100% pólýester – léttu og endingargóðu efni sem þolir vel annasaman dag á markaðinum.
Auðvelt er að hengja hlutana þrjá á rúmið með snögunum.
Ímyndunaraflið og sköpunargáfan örvast þegar þú breytist í ljón, apa, strút eða blettatígur með því að setja andlitið í eitt af götunum.
Passar vel með SANDLÖPARE skrifborðsmottu og hirslu sem eru með sama mynstur.