Sjálfbærara efni
MYDAL
Koja,
90x200 cm, fura

44.950,-

Magn: - +
MYDAL
MYDAL

MYDAL

44.950,-
Vefverslun: Til á lager
Koja úr gegnheilum við – sterkt efni sem endist um ókomin ár og hægt er að endurvinna þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu. Gott fyrir veskið og umhverfið.

Eiginleikar

Kojur eru öruggar og skemmtilegar

Krakkar elska bæði fjör og notalegheit í kojunum. Þeim finnst líka gaman að hreyfa sig um í rúminu eftir að þú hefur slökkt ljósin. Þess vegna fylgjum við ströngum reglum í uppbyggingu. Við prófum einnig kojurnar okkar vel og vandlega til að vera viss um að þær séu sterkar, endingargóðar og öruggar fyrir börn. Til dæmis eru öryggisgrindur til staðar til að koma í veg fyrir að barnið detti niður. Það er bara eitt op í grindinni, sem dregur úr fallhættu. Einnig er jafnt bil á milli þrepa í stiganum til að það sé auðvelt að klifra upp og niður. Efra rúmið er ekki ætlað börnum undir 6 ára aldri.

Efni

Hvað er gegnheill viður?

Gegnheill viður er uppáhaldshráefnið okkar og hluti af skandinavískri arfleifð okkar. Hann er sígildur og hægt að nota í margt. Viður er endingargóður, fallegur og endurnýjanlegur, óháð tegund. Við leitumst við að nýta þetta hráefni á skynsaman og skilvirkan hátt til að forðast sóun – og við fjárfestum í aðstöðu og flutningum til að við getum aukið notkun á endurunnum við.

Samantekt

Meira pláss með rúmið hátt uppi

Há rúm og kojur spara pláss á heimilinu. Með því að sofa hátt uppi skapast meira rými fyrir skemmtilega, mikilvæga og nauðsynlega hluti. Undir háu rúmi er hægt að hafa skrifborð, sjónvarpssófa, fataskáp eða leikhorn, og í kojunum komast tvisvar sinnum fleiri fyrir - án þess að taka meira gólfpláss!


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X