Undirlagið er úr gúmmí og því helst mottan á sínum stað þegar börnin hlaupa um og leika á henni.
Það eru gerðar miklar kröfur þegar börn eiga í hlut. Því er mottan úr slitsterkum gervitrefjum sem hrinda frá sér óhreinindum og er auðveld í umhirðu.
Við vitum að húð barna er afar viðkvæm, en engar áhyggjur. Þessi vara hefur verið prófuð og samþykkt og er algjörlega laus við öll efni sem gætu skaðað húð eða heilsu barna.
Mottan dregur úr hljóði, er notaleg og mjúk viðkomu fyrir allar stærðir ilja.
Passar vel með öðrum vörum í BLÅVINGAD línunni.
Oft leika börnin sér í sameiginlega rýminu. Þá getur verið sniðugt að hafa fallega mottu á ákveðnum stað sem skilgreinir leikaðstöðuna.
Efnið inniheldur endurunnið pólýester úr sjóreknu plasti sem var tínt í allt að 50 km fjarlægð frá strandlínunni inni í landi.