BLÅVINGAD
Sængurverasett,
150x200/50x60 cm, mynstur, hvalur blátt/hvítt

2.490,-

BLÅVINGAD
BLÅVINGAD

BLÅVINGAD

2.490,-
Vefverslun: Uppselt
Vissir þú að steypireyður er stærsta dýrið í heiminum? Mjúkt sængurver ásamt koddaveri úr mjúkri bómull með fallegum steypireyðum.
BLÅVINGAD sængurverasett

Kafað í hafdjúpin

Glettnir höfrungar, forvitnar skjaldbökur og klárir kolkrabbar. Hafið er töfrandi staður sem gaman er að láta hugann reika um. Þess vegna veitti það okkur innblástur að BLÅVINGAD línunni. Við hönnun línunnar komumst við að því að börnum er afar umhugað um hafið og íbúa þess.

„Börn eru með allt á hreinu þegar kemur að mengun sjávar og áhrif hennar á dýrin. Þau vilja gera eitthvað í málinu og hvetja okkur fullorðna fólkið að gera slíkt hið sama,“ segir Dr Barbie Clarke, barnasálfræðingur. Hún er oft með okkur í svokölluðum umræðuhóp barna, þar sem við tökum viðtöl við börn víðsvegar um heim og fáum að heyra skoðanir þeirra á ýmsum verkefnum okkar.

Hvað leynist undir yfirborðinu?

Hvað ætli það sé við hafið sem heillar börn um allan heim, jafnvel þau sem búa inni í landi? „Hafið og íbúar þess hafa alltaf gegnt stóru hlutverki í ævintýrum og sögum,“ segir Barbie „Þetta er heill heimur neðansjávar, sem er afar dularfullt og spennandi fyrir ímyndunaraflið.“

Leikur er leið til að kanna heiminn

Sögur, leikir og kvikmyndir um hafið eru líkt og gluggi fyrir börnin inn í annan heim, sem er ólíkur þeirra eigin. „Á aldrinum þriggja til sex ára eru ímyndunarleikirnir í hámarki. Þegar börn verða eldri vilja þau smám saman vita meira um hafið,“ segir Barbie. Hún bætir við að þegar börn sökkvi sér í eitthvað viðfangsefni verður það svo miklu meira en bara leikur; þau gleyma áhyggjum sínum, læra um heiminn og víkka sjóndeildarhringinn, líkt og steypireyður sem flýtur áfram til að kanna hafdjúpin.

Sjá meira Sjá minna

Hugleiðingar hönnuða

Stina Lanneskog, hönnuður

Þegar ég hannaði vefnaðarvörurnar fyrir BLÅVINGAD línuna sá ég fyrir mér töfrandi heim þar sem sjávardýr eiga sitt persónulega líf og karakter. Ég vona að mynstrið efli ímyndunaraflið og veki upp forvitni um djúpsjávarlíf – og löngun til að fara vel með sjóinn og allar lífverur sem búa þar. Ég elska steypireyðar og þessi rúmföt með syndandi steypireyðum í kristaltærum sjó eru mín uppáhalds. En þín?


Aftur efst
+

Vöruvöktun

Áætlað magn

Tilkynning hefur verið stillt

X