Hentar til notkunar í atvinnuskyni.
10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is
Ef þú stendur reglulega upp við skrifborðið bætir þú blóðrásina og heilinn fær einnig meira súrefni og þú færð aukna orku, athygli og afkastagetu.
Endingargott yfirborð sem rispast síður og er auðvelt að þrífa.
Á skrifborðinu er snúrubakki sem auðveldar þér að halda borðinu snyrtilegu. Hægt er að komast að honum frá hliðunum og að ofan.
Í endaplötunni er lítið hólf sem passar fullkomlega fyrir KOPPLA fjöltengi (selt sér) og smáhluti eins og penna.
Þú getur þrætt snúrurnar í gegnum hólfið á skrifborðinu og undir borðið í bakkann fyrir snúrur.
Grindin gefur þér nóg pláss til að færa stólinn og fæturna undir borðinu, hvort sem þú situr eða stendur. Tveir snagar fyrir heyrnatól og töskur fylgja með.
Fjarstýringin fyrir grindina er með tvö minni fyrir þægilegri og fljótlegri stillingu.
Skynjari nemur fyrirstöðu þegar þú hækkar eða lækkar borðið. Þá stoppar það sjálfkrafa og fer til baka um 30-50 mm.
Hægt að bæta við hljóðdempandi skilrúmum á skrifborðið (seld sér). Skilrúmin draga úr sjónrænu áreiti, dempa hávaða og bæta þannig einbeitingu.
Tilvalið með GRÖNFJÄLL skrifstofustól og stuðlar að betri venjum og heilbrigðari lífsstíl.
Grindin er stillanleg og hentar því fyrir MITTZON borðplötur sem eru 120, 140 og 160 cm á breidd sem gerir þér kleift að breyta stærðinni á skrifborðinu þínu án þess að skipta um grind.