10 ára ábyrgð. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is.
Þegar þú skiptir reglulega á milli sitjandi og standandi stöðu heldur þú líkamanum á hreyfingu, þér líður betur og getur bætt afköst.
Hentar fyrir örvhenta jafnt sem rétthenta þar sem hægt er að festa sveifina á hvora hliðina sem er.
Handfangið rennur undir borðplötuna þegar það er ekki í notkun, sem gerir borðið stílhreint og snyrtilegt.
Stillanlegir fætur auka stöðugleika skrifborðsins, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Hægt er að stilla hæðina á borðinu úr 70 í 120 cm með sveifinni, til að tryggja vinnuvistfræðilega stöðu – hvort sem það er sitjandi eða standandi.
Hlutlausi drappaði liturinn fer vel með sjónina þegar þú vinnur við fartölvuna þar sem hann dregur úr andstæðunum milli skjásins og borðplötunnar.