Pappaviður er sterkt og létt efni með ramma úr við, spónaplötu eða trefjaplötu og endurunninni pappafyllingu. Í hann fer minna af hráefni, það er auðvelt að flytja hann og umhverfisáhrifin eru minni.
Stillanlegir fætur auka stöðugleika borðsins, jafnvel á ójöfnu gólfi.
Á borðplötunni eru forboruð göt fyrir grindina sem auðveldar samsetningu.
Kanturinn er með krossviðarútliti og gerir plötuna veglegri.
Á hillunum er pláss fyrir pappíra, stílabækur og bækur. Tilvalið ef þú vilt losa pláss á borðplötunni.
Þú getur búið til pláss fyrir bæði litla og stóra hluti þar sem þú getur fært efstu hilluna til.
Það er auðveldara að halda skrifborðinu snyrtilegu með snúruhirslunum á borðinu.