Hægt er að setja snagann hægra eða vinstra megin og hengja tösku eða heyrnartól.
Lok er á snúruhólfinu og þú getur því falið snúrurnar og haft vinnuaðstöðuna snyrtilega.
Hlífin hefur bogadregnar línur og afmarkar skrifborðið. Hún gerir það að verkum að skrirborðið er fallegt frá öllum hliðum.
Hlífin er með litlu opi sem snúrur komast í gegnum.
Hægt er að nota gluggann sem tússtöflu, til þess að taka í gegn eða sýna fallega hluti í skúffunni.
Tvær rúmgóðar skúffur; ein fyrir það sem þú vilt fela og hin fyrir hluti sem eiga að sjást.