Hjólin eru með bremsubúnaði sem heldur stólnum á sínum stað þegar þú stendur upp og losar um hann þegar þú sest niður.
Ef þú skiptir reglulega um líkamsstöðu kemur þú hreyfingu á líkamann, nærð betri afköstum og líður betur.
Hallaðu þér aftur af öryggi, stóllinn er með sætishallabúnað sem auðvelt er að laga að þyngd þinni og hreyfingum með sexkanti.
Stuðningur við mjóhrygginn dregur úr álagi.
Það er auðvelt að koma sér fyrir í þægilegri stellingu, því sætishæðin er stillanleg og sætið er með þykkum kaldpressuðum svampi.
Hentar fyrir örvhenta jafnt sem rétthenta þar sem hægt er að festa sveifina á hvora hliðina sem er.
Handfangið rennur undir borðplötuna þegar það er ekki í notkun, sem gerir borðið stílhreint og snyrtilegt.
Hægt er að stilla hæðina á borðinu úr 70 í 120 cm með sveifinni, til að tryggja vinnuvistfræðilega stöðu – hvort sem það er sitjandi eða standandi.
Skjástandurinn er stílhreinn og einfaldur og náttúrulegur bambusinn gefur honum hlýlegan blæ.
Tekur ekki mikið pláss á skrifborðinu og veitir handhæga hirslu, einföld leið til að halda vinnuplássinu snyrtilegu.
Þú dregur úr álagi á háls og axlir með því að setja skjáinn í rétta hæð. Standurinn er einfaldur í notkun og góð vinnuvistfræðileg lausn.