Fyrir neðan borðplötuna er opin hilla sem er tilvalin fyrir fallega hluti sem þú vilt hafa til sýnis eða skipulagskassa. Síðan getur þú líka haft hana tóma – borðið er nógu fallegt eitt og sér.
Nútímalegt útlit og blanda af mismunandi efniviðum. Hillurnar úr bambusvið eru rúnnaðar og stálfæturnir standa út frá hliðunum á ská og gefa því mýkt.
Bambus er sterkt, endurvinnanlegt efni. Bambusjurtin er ein af þeim plöntum sem vaxa hraðast í heiminum. Bambus er endingargóður og með örlítilli umhyggju getur hann enst þér í mörg ár.
Hafðu það eitt og sér eða með öðrum hlutum úr JÄTTESTA línunni.
Hliðarborð sem grípur augað. Fallegt, nytsamlegt og stílhreint borð sem lífgar upp á stofuna.
Kemur sér vel þegar þig vantar stað til að leggja frá þér vatnsglas eða fartölvu þegar þú slappar af í sófanum.
Hentar vel fyrir SYMFONISK borðlampa með WiFi-hátalara – snjallara heimili!