TUNSTA borðið er nútímalegt, fjölhæft og stílhreint. Það er með svörtum stálfótum og svartri þynnu á yfirborðinu.
Þú getur notað það sem sófaborð eða hliðarborð sem fellur vel að einingasófa.
Opin hilla undir borðplötunni er góð hirsla sem hjálpar þér að halda umhverfinu snyrtilegu. Ef þú vilt stílhreinna útlit getur þú haft fallega hirslukassa í hillunni.
Borðið er létt og í þægilegri stærð og því er auðvelt að lyfta því upp og færa til ef þú vilt.
Stöðugir stálfæturnir og yfirborð með plastþynnu úr endurunnu plasti sem rispast ekki. Einfalt í umhirðu og endist árum saman.